Úrval - 01.09.1975, Page 20
18
Dragið eftir megni úr eggjahvítu-
neyslu í barnafjölskyldum, sérstak-
lega allri fæðu úr dýraríkinu, sem
er mettuð fitu og eykur kalk í
veggjum æðanna. Fjölskyldum er
einnig ráðlagt að sitja sem minnst
yfir sjónvarpi, en iðka fremur
íþróttir og æfingar.
Með ákveðnu millibili fara fram
á vegum læknanna mælingar og
athuganir á blóðþrýstingi, blóðfitu-
magni og þyngd. Reykingavenjur
foreldra eru rannsakaðar og gáfna-
far og hæfni barnanna yfirleitt.
Þótt enn séu engar sannanir
fengnar fyrir því, að þannig takist
að draga úr æðakölkun og blóð-
fitu, sem orsakar sjúkdóma, sem
árlega verða til dæmis 250 þúsund
bandaríkjamönnum að aldurtila,
álíta læknar, að þetta geti orðið til
gagns og hjálpar.
Dr. Charles J. Glueck í Cincin-
athiháskóla telur, að börn neyti
stundum tvöfalt meiri fitu og syk-
urs en fullorðið fólk yfirleitt.
BANVÆN GÓLFTEPPI. Alls kon-
ar gerviefni eru nú stöðugt meira
og meira notuð í stað ullar í gólf-
ábreiður í skólum, skrifstofum og á
heimilum. Dr. Donald P. Dressler
við læknadeildina í Harvardháskóla
hefur sannað að þau geta gefið frá
sér banvænar lofttegundir, ef kvikn
ar í þeim.
Þau geta orðið sérstaklega hættu-
leg í húsakynnum með miðstöðvar-
hitun og sömuleiðis orðið sofandi
fólki að bana.
Dr. Dressler lét rottur anda að
sér reyk af slíku teppi, sem kvikn-
ÚRVAL
aði í, og þær dóu strax við venju-
legan stofuhita.
Nylonteppi eru sömuleiðis hættu-
leg. Reykur frá venjulegum ullar-
teppum orsakaði engin dauðsföll
við venjulegt hitastig húsa og fá
við hærri hita.
Hættan er mest, þar sem reyk-
ingar eru stundaðar, en íkviknanir
í teppum verða þar auðveldlega.
Gerviefnin eru því hættuleg og dr.
Dressler hvetur til að nota efni,
sem sannað er, að ekki framleiði
eiturgufur við íkviknun.
ST. JOSEFS SJÚKRAHÚSIÐ í
Orange í Kaliforníu fyrir svonefnd
rökkurstörf. Sjúkdómar og læknis-
aðgerðir eru skrásettar milli 3—9
að morgni, svo að ekki þurfi að
eyða til þess dýrmætum stundum
starfsdagsins og sjúklingar þurfi
ekki að dveljast daglangt í sjúkra-
húsi fyrir aðgerð.
LÍKUR TIL LANGLÍFIS. Skóla-
nám og lífsstaða getur haft meira
að segja fyrir langlífi en flestir
hyggja, samkvæmt nýlegum rann-
sóknum lækna og vísindamanna í
Dukeháskóla.
Þeir sönnuðu, að fólk með hald-
góða menntun og hagkvæma at-
vinnu lifir yfirleitt lengst.
Eftir rannsóknir á 900 manns í
Norður Karolínu, um eða eftir sex-
tugt, gerðu þeir nokkurs konar yf-
irlit yfir langlífi, reiknað í stigum,
sem þeir nefndu langlífiskvóta sk-
st. LQ. Töluna 1.0 settu þeir við
það, sem nefna mætti meðalaldur,
en 1.5 við þann, sem lifði 50 af
hundraði lengur.