Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 35
SKRÖLTORMUR
33
sjálfa sig svo ofboðslega á henni, að
íæstir þeirra geta greint á rnilli hinn
ar raunverulegu skepnu og hinnar
goðsagnakenndu ófreskju. Sögur
eru enn sagðar um 12 feta langa
skröltorma, sem eru 15 þuinlungar
á breidd „yfir bógana“, um skrölt-
orma „með höfuð á stærð við vatns-
fötu og halahringlur á stærð við
kaffibolla", um skröltorma, sem
eru 18 fet á lengd, 21 fet og jafn-
vel 30 fet, af slíkri ofboðslegri
stærð, og þeir geta hvæst „af slík-
um kraíti, að það er eins og naut
sé að öskra“. Það er sagt, að snemma
á þessari öld hafi 14 feta langur
skröltormur átt heima í Huachuca
fjöllunum í Arizonafylki rétt fyrir
norðan mexikönsku landamærin.
Þessi skepna hafði tileinkað sér þá
óskemmtilegu venju að skríða hratt
á eftir gullleitarmönnum, reka þá
inn í kofa þeirra og hefja umsátur
um kofann.
Engin skepna gæti verið eins
snjöll, djöfulleg og huguð og hinn
goðsagnakenndi skröltormur er. —
Samt eru raunverulegir skröltorm-
ar geysilega athyglisverðar og í
rauninni ógnvænlegar skepnur.
Þeir tilheyra dýraætt, sem gengur
undir nafninu holunöðrur, en til
þeirra teljast tvær aðrar eitraðar
norður-amerískar nöðrur, kopar-
hausinn og baðmullarmunnurinn.
Menn vita um 15 tegundir af banda
rískum skröltormum. Sá stærsti
þeirra, demantsbakurinn í Austur-
ríkjunum, getur náð allt að átta
feta lengd. Skröltormar virðast
dafna best í þurru og hlýju lofts-
lagi, en samt eru þeir dreifðir um
gervöll Bandaríkin og suma hluta
Kanada og hafast við í alls konar
umhverfi, svo sem skógum, fenj-
um, strandsvæðum, sléttum, klett-
um og sandi. Ákjósanlegasta hita-
stigið fyrir þá er 26—32 gráður á
Celsius. Þar eð þeir hafa kalt blóð,
geta þeir ekki haldið lífi, ef jarð-
hitinn fer yfir 43 gráður á Celcius.
í mjög heitu veðri halda þeir sig
því yfirleitt neðanjarðar um miðj-
an daginn og halda svo upp á veið-
ar á næturnar. Fari hitinn niður
fyrir 16 gráður á Celcius, verða
flestir skröltormar sljóir og hreyfa
sig lítt. í frostum deyja þeir, og
því skríða þeir í híði á haustin og
liggja þar í dvala fram á vor.
Kvendýrin taka að eðla sig, þeg-
ar þau eru orðin 2—3 ára, og eiga
um eina tylft afkvæma. Þær skeyta
ekkert um afkvæmi sín. Ýmsar
sögusagnir ganga um hinn háa ald-
ur, sem skröltormar geta náð, en
yfirleitt verða þeir ekki eldri en
10 ára. Sú hugmynd, að fjöldi
hringlanna á halanum gefi til
kynna, hversu gömul skepnan er,
er röng. Hringla bætist við hal-
ann í hvert skipti sem skröltorm-
urinn hefur hamskipti, en ungir
skröltormar geta haft hamskipti 3
—4 sinnum á ári. Mjög miklar
lengjur af hringlum brotna þar að
auki venjulega af, vegna þess að
þær eru stökkar.
Skröltormar lifa á litlum spen-
dýrum allt upp í kanínur að stærð,
einnig á fuglum, eðlum og stund-
um á dýrum, sem geta lifað bæði
á landi og í vatni, en sjaldan á fisk-
um eða öðrum slöngum. Skröltorm-