Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 50
48
ÚRVAL
gróðurmarka við ströndina. Og hon-
um tókst að ná þessu takmarki
sínu. Þannig varð Oregonfylki fyrst
allra fylkjanna til þess að tryggja
almenningi afnotarétt af strand-
lengjunni til frambúðar. Og hæsti-
réttur fylkisins hefur síðan stað-
fest þessa meginreglu.
McCall, sem gerðist hlynntur
náttúruvernd og mengunarvörnum
á uppvaxtarárum sínum á bónda-
bæ einum í fylkinu, var nú einnig
farinn að snúast til varnar gegn
öðrum ógnunum við þá stórfeng-
legu arfleifð, sem strandlengja
fylkisins er. í Lincolnhreppi voru
byggingarfélög til dæmis búin að
fá samþykki hreppsyfirvalda um
byggingar í stórum stíl til almennr-
ar sölu, enda þótt þar skorti bæði
nægilegt neysluvatn og holræsa-
kerfi. Yfir helmingur af 1000 lóð-
um við ströndina, þar sem gert var
ráð fyrir rotþróm, höfðu jarðveg,
sem var slíkur, að þar kom ekki til
mála að hafa rotþrær. McCail not-
færði sér rétt þann, sem hann hafði
til þess að grípa í taumana, ef heil-
brigði almennings væri stefnt í
voða. Og því bannaði hann allar
nýbyggingar í hreppnum, þangað til
byggingarfélög legðu fram bygging-
aráætlanir, sem unnt væri að sam-
þykkja, og það hafa mörg þeirra
nú gert.
Þegar timburframleiðandi einn
vildi fá að fylla upp hluta af ár-
mynninu í Coosflóa til þess að fá
þar geymslurými fyrir triáboli,
benti McCall á þá staðreynd, að ár-
mynni, þar sem ferskt vatn og sjór
blandast saman, eru „gróðrarstíur
sjávarlífvera“. Þessi framkvæmd
heyrði undir samþykki alríkis-
stjórnarinnar, og því sneri McCall
sér til L.B. Day, framtakssams Ore-
gonbúa, sem var þá aðstoðarmaður
Walters J. Hickels innanríkisráð-
herra og baðst hjálpar hans í þessu
máli. Day lét fara fram athugun,
sem nú er vísað til sem fyrstu til-
raunarinnar til þess að móta opin-
bera stefnu til verndar slíkum
„gróðrastíum sjávarvera“ við
ströndina. Að lokum neitaði innan-
ríkisráðuneytið um leyfi til upp-
fyllingar í Coosflóa, og timburfram-
leiðandinn tryggði sér geymslurými
á þurrlendi annars staðar.
Þegar Day hætti störfum hjá rík-
inu fyrir ári, réð McCall hann sem
yfirmann nýrrar stofnunar, sem
komið hafði verið á laggirnar til
þess að samræma hina ýmsu þætti
baráttunnar gegn mengun. Ein
fyrstu átökin, sem stofnun þessi
lenti í, snertu Willametteána, sem
rennur norður í móti 255 mílna leið
úr Cascadefjallgarðinum, þar til
hún rennur út í Columbiaána við
borgina Portland. En Willamette-
áin er einmitt sama áin og varð
óbeint þess valdandi, að lögin um
hreinsun fljóta voru samþykkt ár-
ið 1938. Hin geysimikla uppbygg-
ing á þessu svæði eftir síðari heims-
styrjöldina hafði gert það að verk-
um, að þær skolphreinsistöðvar, sem
fyrir hendi voru, höfðu ekki bol-
magn til að hreinsa allan þann úr-
gang, sem til féll frá 20 bæjum og
borgum með um lVi milljón íbúum
og 600 iðnfyrirtækjum á svæðinu.
McCall sagðist nú ætla að ráðast