Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
sér um stund, hefSu getað kostað
hann lííið.
Atburðir eins og þessir eru sí-
vaxandi áhyggjuefni lækna og
þeirra, sem fást við umfefðarslys.
Milljónir ökumanna leggja af stað'
í bílum sínum á hverjum degi, án
þess að vita hvaða áhættu þeir
taka, og allt of fáir læknar vara
sjúklinga sína nokkuð við.
Lyfjataka, hvort heldur er um að
ræða lyf samkvæmt lyfseðlum eða
ekki, er mjög útbreidd meðal öku-
manna. Þegar umferðarblaðið
Drive Magazine rannsakaði þetta
vandamál, komst það að þeirri
niðurstöðu, að af 945 ökumönnum
sögðust 130, eða 14%, hafa tekið
einhvers konar lyf undanfarnar 24
klukkustundir. Og eins og Drive
benti á, 14% af öllum ökumönnum
samsvarar tveimur milljónum öku-
manna (hér er átt við England),
sem allir geta verið hættulegir á
vegunum.
ENGIN VÍSBENDING. Fáir öku-
menn vita nokkuð um mögulegar
hættulegar hliðarverkanir. Af 77,
sem höfðu tekið meðöl fengin án
lyfseðla, höfðu 3 beinlínis fengið
þær upplýsingar í lyfjabúðinni, að
þeim væri fullkomlega óhætt
að aka. „Enginn hinna,“ segir
Drive, „höfðu svo mikið sem lát-
ið sér detta í hug, að um hættuleg-
ar hliðarverkanir gæti verið að
ræða.“ Og röskur helmingur þeirra,
sem tekið höfðu lyf samkvæmt lyf-
seðli, höfðu ekki verið varaðir við
akstri af hálfu læknanna, sem
skrifuðu lyfseðlana.
Dr. John Havard, aðstoðarritari
breska læknasambandsins og ráð-
gjafi varðandi lyfjafræðilega hlið
umferðarslysavarna hjá WHO
(Heilsugæslustofnun Sameinuðu
þjóðanna), hefur sérstakar áhyggj-
ur af fáfræði almennings í þessum
efnum. Hann álítur knýjandi þörf
á að koma vitund um hættuna á
framfæri við þá, sem stjórna vél-
knúnum ökutækjum.
Á hverju ári gefa læknar í Eng-
landi út meira en 150 milljón lyf-
seðla og um 35 milljörðum króna
er eytt í lyf, sem hægt er að fá án
lyfseðils. „Við getum ekki ákveðið
nákvæmlega að hve miklu leyti
þessi lyfjaneysla eykur hættuna á
umferðarslysum,“ segir dr. Havard,
„en við vitum að margs konar lyf
skerða hæfileikann til að aka með
fullu öryggi.“
Þau lyf, sem hér um ræðir, eru
lyf sem hafa inni að halda aspirín,
sjóveikitöflur, fúkalyf, lyf gegn
þunglyndi, örvunarlyf og barbítú-
röt. Lyf með aspríni og fúkalyf
hafa sjaldan hættulegar hliðarverk-
anir: Sá, sem þeirra neytir, verður
í mesta lagi aðeins syfjaður. Aðal-
hættan er af lyfjum, sem annað-
hvort róa eða örva miðtaugakerfið.
Af róandi lyfjum eru skrifaðir
nálægt 19 milljón lyfseðlar á hverju
ári (í Englandi), og þau geta haft
margháttaðar hliðarverkanir: Syfju,
sljóleika, skerta sjón, skerta mál-
hæfni eða jafnvel ölvunartilfinn-
ingu. Miklir skammtar geta leitt til
meðvitundarleysis og skeytingar-
leysis um umhverfið.
Nýleg rannsókn í Birminghamhá-
skóla á fjórum tegundum örvandi