Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 55
ÞEGAR AKSTUR OG LYF FARA EKKI SAMAN
53
lyfja sýndi, að þriú þeirra skemmdu
verulega getuna til að aka
hægt og ein tegundin hafði
sérstaklega slæm áhrif á hæfileik-
ann til að skynja hreyfingu úr
gagnstæðri átt. „Það var athyglis-
vert,“ sagði dr. Timothy Bett, sem
stjórnaði tilraununum, „að enginn,
sem prófaður var, gerði sér grein
fyrir því, að ökuhæfni hans var
skert.“
Barbítúröt — af þeim eru gefnir
út 9 milljón lyfseðlar á ári gegn
svefnleysi eða mildu kvíðaástandi,
hafa reynst draga úr skynjunar-
hæfni og þeirri samræmingu hug-
ar og líkama, sem nauðsynlegt er
fyrir öruggan akstur. Sjúklingar,
sem fylgja forskriftinni ekki ná-
kvæmlega, eiga á hættu að taka of
stóra skammta. Jafnvel réttir
skammtar samkvæmt lyfseðii geta
í sumum tilfellum valdið syfju og
rugli. Þessi áhrif geta enst tölu-
verðan tíma, jafnvel lengur en 24
stundir eftir að Ivfin voru tekin,
svo enginn sjúklingur ætti að taka
róandi töflur eða svefntöflur
snemma nætur, ef hann hyggst aka
næsta dag.
Amfetamín — örvandi töflur -
eru ekki gefnar í ríkum mæli nú
til dags, en eru samt alvarlegt
vandamál, þegar unglingar neyta
þeirra á ólöglegan hátt. Þótt am-
fetamín og skyld efni geti hjálpað
til við að berjast á móti streitu,
segir dr. Havard, að þegar um sé
að ræða akstur vélknúinna öku-
tækia, geti þessi lyf haft hættu-
legar hliðarverkanir. Oftrú á sjálf-
um sér. sem út af fyrir sig er hættu
leg, getur breyst í óviðráðanlega
þreytu, þegar áhrif lyfsins taka að
dofna.
V ARNAÐ ARMERKI. Antihista-
min *— sem er mikilsvert til að
lækna heysýki og aðra ofnæmis-
sjúkdóma, er einnig fáanlegt án
lyfseðils í loftveiki- eða sjóveiki-
töflum og hóstamixtúrum. Ein
hliðarverkunin er syfja; stundum
geta þeir, sem þeirra neyta, einnig
liðið af skertri sjón, máttleysi,
svima, skertri samhæfingu hugar
og handa og getuleysi til einbeit-
ingar. Samkvæmt lögum verða þau
antihistamin-lyf, sem afgreidd eru
án lyfseðils, að vera merkt viðvör-
un þess eðlis, að þau geta valdið
sljóleika, og eftir töku þeirra megi
ekki aka bíl eða stjórna vélknún-
um tækjum. En þessa viðvörun
sýna ekki allir lyfsalar viðskipta-
vinum sínum, og margir eru þeir,
sem ekki lesa nákvæmlega utan á
umbúðirnar.
Dr. Keith Jolles er einn þeirra,
sem hefur gert hákvæma rannsókn
á lyfjum og akstri og hefur sér-
stakar áhyggjur af sunnudagabíl-
stjórum. „Mig grunar,“ segir hann,
,,að mörg óvænt slys, ekki síst á
meginlandinu, ekki langt frá Erm-
arsundi, eigi rætur að rekja til
lyfja: Langferðabílstjórinn hefur
tekið örvandi lyf, sunnudagabíl-
stjórinn er ennþá sljór eftir sjó-
veikitöfluna, og það eru þessir öku-
menn, sem hættir til að lenda í
slysum aðeins nokkrum kílómetr-
um eftir að þeir koma af ferjunni.
Eng'inn ökumaður, sem fer vfir