Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 57
ÞEGAR AKSTUR OG LYF FARA EKKI SAMAN
55
handa sjúklingnum, fleygir hann
oft í ruslakörfuna bæklingnum, sem
fylgdi stóra glasinu, en límir sinn
eigin miða á það litla, þar sem
gjarnan stendur lítið meira en
„takist þrisvar á dag“.
Þrátt fyrir sannanir um marg-
víslega mögulega hættu hefur ekki
verið gerð meiriháttar viðvörunar-
herferð eins og til dæmis móti
áfengisneyslu við akstur. Þó er það
jafnt afbrot að aka undir áhrifum
lyfja og aka með hærra en leyfi-
legt áfengismagn í blóðinu.
En hversu brýn. sem þörfin fyrir
opinberar aðgerðir kann að vera í
framtíðinni, er ljóst, að sérhver
ábyrgur ökumaður vill komast hjá
ónauðsynlegri hættu á vegunum
þegar í stað. Hér eru fimm ráð-
leggingar, sem byggðar eru á upp-
lýsingum frá Nefnd til vamar um-
ferðarslysum:
1. Kaupið alltaf lyf frá viður-
kenndum aðila — aðeins frá lækni
eða lvfiafræðingi. Spyrjið, hvort
um hliðarverkanir við akstur geti
verið að ræða, lesið leiðbeining-
arnar vandlega og takið aldrei
meira en leyfilegt magn.
2. Reynið ekki að aka fyrr en þið
hafið kynnt ykkur af eigin raun,
hvaða áhrif nýju lyfin hafa á ykk-
ur. Bíðið að minnsta kosti einn dag
— helst tvo.
3. Varist að taka nema eina lyfja-
tegund í einu, nema það sé að und-
irlagi læknis, og snertið ekki áfengi
fyrir akstur.
4. Akið ekki, ef ykkur líður á
einhvern hátt illa, eða innan 48
klst. eftir deyfingu eða svæfingu.
5. Takið ekki sjóveikilyf, ef Þið
ætlið að aka innan næstu 24 klst.
IEf þið liggið endilöng á bakinu,
hafið þið góða sjóveikivörn á styttri
sjóferðum).
„Þegar þið hafið tekið lyf er
nauðsynlegt að aka sérstaklega
gætileea." segir dr. Jolles. „Lvf eru
ætluð vkkur til hjálpar. Það er á
vkkar ábyrgð að sjá til þess, að
þau skapi ykkur ekki aukna hættu.“
☆
Eftirspurn eftir skotheldum vestum fer vaxandi í Bandaríkjun-
um samfara vaxandi notkun skotvopna. Nú er fvrirtæki vestra þar,
J. Capps og Son, farið að framleiða flíkur úr efni, sem Kavlar
heitir. Það er tvisvar sinnum léttara í sér en nælon og tíu sinnum
sterkara en stál. Stórar skammbyssukúlur eru sagðar hrynja af
því sem högl, og bnífar, rakblöð og hákarlstennur vinna ekki á
því. Efni þetta er hægt að fá í ýmsum litum og með margvíslegri
áferð, svo sem ullar, tvídds eða gerviefna. Það er hægt að sauma
úr því ýmsan fatnað fyrir utan „skotheld vesti“.
New York Times.