Úrval - 01.09.1975, Page 72

Úrval - 01.09.1975, Page 72
70 ÚRVAL háls hans, en síðan þvermóðsku- fullur, þegar tekið var í og reynt að draga hann í átt að bílnum. Við tosuðum honum áfram, þumlung fyrir þumlung, tautuðum í sífellu einhver meiningarlaus orð, og þeg- ar einn og hálfur metri var eftir að landróvernum, spyrnti hann öll- um fjórum fótum við og harðneit- aði að halda lengra. Allt í einu sleikti Valerie handar- bak sitt og rétti að þessum þver- móðskufulla hausi, án þess að íhuga áhættuna, sem hún tók. Ég hélt niðri í mér andanum. Bóbó þefaði. Síðan sleikti hann hendina. Hann hætti að spyrna á móti, þegar Vale- rie klóraði honum bak við eyrun. Sorrel og Kester horfðu á, stór- eygar eins og ég sjálfur. „Vertu ekki hræddur, Bóbó,“ sagði Valerie. Svo sagði hún bros- andi við mig: „Þú gerir þetta miklu erfiðara fyrir hann með því að vera hræddur við hann.“ Hún hvatti hann til að koma nær bílnum og hann svaraði með því að stökkva upp í. ’Ég batt kvarttommu nælonkaðal við hálskeðju Bóbós, en í hinn end- ann var hann festur neðan við aft- urgluggann á landróvernum. Síðan héldum við af stað. Um leið og við lögðum af stað, æstist úlfurinn. Hann hentist fram og aftur eins og bandið leyfði og kippti í það af slíku afli, að nælonið var farið að lýjast, áður en við vorum komin hálfan kílómetra. Eg sá að eftir fáeinar mínútur myndi Bóbó slíta sis lausan og komast til okkar ef ekkert yrði að gert. Ég stöðvaði bílinn, reyndi að herða upp hugann og láta ekki sjá hvað ég var óstyrkur, þegar ég klöngraðist yfir framsætið og aft- ur í. En úlfurinn gerði ekkert. Ég var næstum búinn að festa keðj- una hans beint við festinguna í bílnum, þegar nokkuð gerðist, sem ég stjórnaði ekki almennilega sjálf- ur. Ég sneri höfðinu mjög hægt í áttina að úlfinum, og allt í einu var trýnið á honum, gríðarstórt og illúðlegt, aðeins um 5 sm frá nef- inu á mér. Hann bretti grönum og kamp- arnir sitt hvorum megin teygðust upp og aftur. Mér fannst þetta allt saman gerast óeðlilega hægt og fann hvernig magi minn herptist saman í skelfingu. É'g bjóst ekki við lengri lífdögum. Ég hlýt að hafa hörfað aðeins, því allt í einu sá ég þykka, bleika tunguna koma fram milli tannanna, síðan yfir þær og í átt til mín, þangað til •— því ég komst ekki lengra undan — þessi stóra, vota tunga breiddist yfir andlit mér í hlýjum og vina- legum atlotum. í „Frelsa oss frá illu . . .“ muldr- aði ég. Svo lauk ég við að festa keðjuna. Að því búnu klöngraðist ég aftur fram í ekilssætið og vissi nú, að þær vonir, sem ég hafði bundið við Bóbó, voru ekki að öllu leyti út í bláinn. ÚLFAKYNNI. Það er ekki mark- mið allra feðra að breyta lífi fjöl- Skyldu sinnar í samræmi við lös úlfahópsins. Það var heldur ekki. tilgangur minn, þegar ég sótti Bóbó, í því skyni að hafa hann hiá okk- ur. En þegar hann kom, breyttist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.