Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 91
BÓBÓ: ÚLFUR í HÚSINU
89
Einu sinni, þegar við Valerie vor~
um ekki heima og tengdamóðir
mín, sem alla sína ævi hefur verið
borgarbúi í Englandi, sat hjá stúlk-
unum okkar úti í garðinum, tók
Bóbó að kalla og honum var svar •
að í sama ofan úr hæðunum. Þeg-
ar við komum aftur heim, var
amma flúin inn í húsið með telp-
urnar og hafði vandlega lokað öll-
um dyrum og gluggum fyrir ímynd-
aðri úlfaárás, sem hún taldi að vofði
yfir, þar sem úlfarnir væru búnir
að umkringja húsið. Við höfðum
aldrei séð hina villtu frændur Bó-
bós í nágrenninu, en af sporum,
sem við höfðum séð í snjónum rétt
handan við hoitið var greinilegt,
að tveir úlfar að minnsta kosti
heimsæktu hann endrum og eins.
Eg horfi á Bóbó og ég veit, hvað
hann er stórkostlegur. Ég sé í lík-
ama hans fullkomnun, slíkan sam-
runa við umhverfið, sem honum
var eiginlegt, að ég kemst ekki hjá
því að velta því fyrir mér með
hvaða rétti, með hvaða sorglegu
hugarfari, maðurinn hefur ákveðið
að uppræta þessa dýrategund. Á
þessum stundum sé ég Bóbó fyrir
mér, þar sem har.n þýtur með teygt
skottið yfir túndruna. Ég heyri hin
villtu hróp hans og ég óska þess,
að hann hefði aldrei lent í manna
höndum. En héðan af verður rkki
aftur snúið. Hann getur ekki aftur
leitað uppruna síns. En hann deilir
því með okkur, sem er afleiðingin
af öllu saman: Hinu tamda lífi
sínu. Hann gerir það fús og gefur
í staðinn, og fyrir það erum við
þakklát.
☆
í enska bænum Berkeley er snjall refur, sem alltaf tekur stefn-
una á krána „Fjaðraskúfinn", þegar hann er skotmark veiði-
manna þar. Því fvrir framan krána er niðurfallsrör, sem er rétt
mátulegt fyrir hann að hnipra sig inn í, en þó þannig að hvorki
veiðimennirnir né hundarnir geta náð honum þar. Kráareigandinn,
Phil Hodgkinson, er mjög ánægður með þetta og segir: „Refurinn
er óhultur, því niðurfallsrörið er of þröngt fyrir hundana og svo
koma veiðimennirnir hérna inn til að drekkja sorgum sínum. Refur-
inn er stórkostlegur fyrir viðskiptin.“
Glaðlynd kona á níræðisaldri í Krabbameinsfélaginu í Los An-
geles segir frá leyndarmáli sínu varðandi þá góðu heilsu sem hún
hefur: „Það er mjög sjálfselskulegt. Ég reyni að lifa þannig að
einhver komi til með að sakna mín, þegar ég dey.“
Family Digest.
Varðveittu leyndarmálið og það er þræll þinn. Segðu það og
það er herra þinn.
W.H.