Úrval - 01.09.1975, Page 107
ÞÚ GETUR BREYTT MAKA ÞÍNUM
105
sambandi sínu og eiginmannsins.
Hjón eins og Chora og Bill koma
sér oft upp æskilegu sambandi, sem
eins og leiðir af sjálfu sér. Til þess
að koma breytingum í kring, verð-
ur að minnsta kosti annar makinn
að hugsa málin, en ekki bara láta
tilfinningarnar ráða.
f fjölskyldulækningastarfi sínu
reynir Newman að fá hjónin til að
líta á sig sem einstaklinga, hvort í
sínu lagi, og forðast sjálfkrafa svör.
,,Það sem oft kemur í veg fyrir
það,“ segir hann, „er tilhneigingin
til að líta á hjónabandsaðilann sem
„góðan“ eða „vondan". í einu til-
felli fannst eiginmanni konan sín
vera „vond“, af því að hún vísaði
atlotum hans á bug. Konan leit á
hann sem „vondan", því hann vildi
aðeins með hana hafa á nóttunni,
en gaf henni engan gaum að degi
til. Nyman stakk upp á því við kon-
una, að hún sneri við blaðinu og
gerðist sá aðilinn, sem ætti frum-
kvæðið á kynlífssviðinu. Þótt henni
fyndist „ókvenlegt" að eiga frum-
kvæðið, reyndi hún þetta. Þetta
varð eiginmanninum ofraun. Hann
varð getulaus í margar vikur —
þar til hann fór að skilja, af hveriu
getuleysi hans stafaði. Það var aug
lióst, að hann óttaðist að missa
völdin á því sviði, sem hann hafði
álitið sig ráða á.
Þegar þau höfðu losað sig undan
þessu gamla fargi, voru þau í fyrsta
sinn á ævinni fær um að tala hrein-
skiinislega um, hvað kynlíf þýddi í
hiónabandi þeirra. Þau höfðu bæði
notað það sem þvingun. Að lokum
lærðu þau að gefa hvort öðru meira
á því sviði sem öðrum, og urðu
styrkai'i einstaklingar.
Til að vekja nýjar leiðir til skiln-
ings, ráðleggja margir ráðgjafar
óánægðum mökum að byrja með þvi
að breyta út af venjum sínum. Til
dæmis ef það er eiginmaðurinn, sem
hangir yfir sjónvarpinu öll kvöld,
gæti eiginkonan hvatt hann til að
fara nú að hvíla sig í uppáhaids-
stólnum.
„Tvennt virðist gerast við þessar
byrjunarbreytingar," segir Newman.
„Þegar annar aðilinn breytir út af
venjum sínum, reynir hinn að fá
hann til að taka upp gamla mát-
ann. En ef aðilinn, sem á upptökin
á breytingunni, stendur óhaggan-
legur — þá verður hinn aðilinn
einnig að breyta sér. Hitt er það,
að taki maður upp á einhverju,
sem fellur ekki inn í það kerfis-
bundna, verkar það víkkandi á
sjálfsvitundina."
Síðastliðið ár hóf Chora að breyta
til. Hún reiddist Bill, vegna þess að
hann var alltaf svo þreyttur, þegar
hann kom úr vinnunni, að hann
vildi ekkert fara út. „Hann lang-
aði ekkert til að tala við mig,“
sagði Chora, „en hann vildi vita af
mér nálægt, meðan hann glápti á
sicnvarpið. Mér fannst það ekki
sanngjarnt, eftir að hafa verið heima
allan daginn. Gegn samþykki Bills
fór hún að fara út, einu sinni til
tvisvar í viku, með kunningium
sínum.
Til að byrja með heilsaði Bill
henni kuldalega, þegar hún kom
heim, en Chora hélt rósemi sinni.
..í sannieika,“ segir hún, „fann ég
til sektar, en börf mín til að fara