Úrval - 01.09.1975, Qupperneq 112
110
séu þannig, að ekkert áhugavert sé
hægt að gera. En það eru endalaus
verkefni fyrir hendi, til að fylla
upp í eyður daganna. Ein getur til
dæmis fundið mikla gleði í því að
læra. Vinkona mín er áhugaforn-
leifafræðingur. Það er hressandi að
nema turj-gumál, ganga í bókaklúbb,
meira að segja að læra að sauma.
Snauðir dagar eru ekkert nema
vesæl ímyndun.
En því miður eru þær konur til,
sem geta ekki náð sér á strik. Ef
þú ert ein af þeim, ættirðu að leita
aðstoðar. Ekki skammast þín fyrir
það. Þú ert ekki sú eina. Og það
eru fleiri hjálparráð til nú til dags
en áður var. Læknamiðstöðvar og
félagsleg ráðgjöf tryggja manni
þau.
Fjármálaáhyggjur hrjá flestar
ekkjur, og peningaskortur getur
valdið hreinni örvæntingu. Þegar
ekkja hefur kjark til að líta á fjár-
málastöðu sína sem áskorun en ekki
slys, hverfur venjulega um leið
hluti af áhyggjunum. Það er ekki
lítillækkandi að taka upp einfald-
ari lífsvenjur eða leita að starfi,
hvorttveggja getur verið leit að æv-
intýri.
Það er til fjöldi starfa, sem þarf
enga sérmenntun til, og þú getur
fengið aðstoð við að finna starf við
hæfi. Byrjaðu á að tala um það við
vini þína. Það kemur þér áreiðan-
lega á óvart, hve margir möguleik-
ar og hugmyndir skjóta upp kollin-
um, og eitt starf leiðir oft til ann-
ars betra. Það er frískandi að vera
í daglegu sambandi við fólk, starf-
ið fyllir tíma þinn og þú hefur
ÚRVAL
minni tíma til að harma eigin ör-
lög.
Einmanaleikinn er ' líklega erfið-
asta vandamálið. Hvernig á að berj-
ast við hann? Vinir og áhugamál
er rétta svarið. Þú mátt aldrei, al-
drei ímynda þér, að það sé ómögu-
legt að eignast nýja vini eða halda
þeim gömlu. Vinátta er ekki spurn-
ing um aldur; persónuleiki þinn,
gáfur og fjör er til að gleðjast yf-
ir, og þar skiptir aldurinn engu
máli. En vinir kosta tíma og fyrir-
höfn. Þú verður að forðast ein-
angrun. Hafðu smáheimboð, jafn-
vel þótt þig hrylli við tilhugsun-
inni. Ef vinum þínum hefur fækk-
að, leitaðu þá nýrra félaga í hverj-
um þeim félagsskap, sem þú hefur
aðgang að. Samband milli fólks er
hið eina, sem nokkurs virði er. Eða
eins og E.M. Forster sagði: „Sam-
band.“ Það er leyndarmál lífsins.
Minnkandi þáttaka í almennu lífi
eykur einmanaleika ekkjudómsins.
Ógift kona, alveg sama hve töfr-
andi hún er, fær aldrei eins mörg
heimboð eins og gift kona með eig-
inmanni sínum. En jafnvel þótt
hjón laðist að félagsskap annarra
hjóna, láttu þér ekki finnast þú
þurfa fylgdarlið. Vertu hugrökk.
Farðu ein í heimboð og yfirgefðu
þau ein, án þess að vera hnuggin
eða skammast þín. Reyndu að
þroska það frelsi, sem kvenfrelsis-
hreyfingin hefur náð. Það er hlægi-
legt að eyða kvöldi á veitingahúsi
með þreytandi karlmanni, fremur
en konu, sem þú nýtur að vera
samvistum við. Hvaða máli skipt-
ir, hvort fylginautur þinn er karl-
kyns eða ekki?