Úrval - 01.09.1975, Side 116
114
ÚRVAL
guð hefur skapað. Hann gæti dáið
úr hungri, umkringdur fjallháum
hrúgum aí fóðri, drukknað í drykkj-
arvatni sínu og ruðst með bræðr-
um sínum meðfram girðingunni og
troðist undir. Sumir fuglar halda
áfram að éta þar til þeir farast,
vegna þess hve kornið bólgnar, er
þeir hafa étið það.
Sérfræðingar hafa lengi vitað, að
melting kalkúnsins er eitt af furðu-
verkum náttúrunnar. Fjögur kíló
af fóðri framleiða hálft af nauta-
kjöti og tvö af svínakjöti, en það
þarf aðeins kíló af fóðri til þess
að framleiða hálft kíló af nútíma
kalkún — og það er skýringin á
því, hvers vegna hann er hagkvæm-
ur í innkaupi. Auk þess er hann
venjulega frábær eggjahvítufram-
leiðandi, kemur næst á eftir fiski,
eyðir litlu í bein (20%) og fitu
(10%), en sambærilegar tölur eru
30—40% í nautakjöti og svínakjöti.
Framan af veigraði fólk sér við
að kaupa svona stóran fugl. Það
hentaði fáum að steikja heilan fugl
í einu. En síðustu 20 árin hafa orð-
ið miklar breytingar á þessu. Nú
er hægt að kaupa smærri fugla eða
einstaka hluta. Það er hægt að fá
kalkúnbita fyrir fondue, kalkún-
borgara, kalkúnhakk og fars. Áætl-
að er að helmingur allra kalkúna
í Norður-Ameríku — 135 milljón
ársframleiðsla í Bandaríkjunum og
22 milljón í Kanada — verði árið
1975 seldir á þennan hátt.
Til þess að forvitnast nánar um
kalkúnræktun, heimsótti ég slátur-
hús og nokkur sjálfvirknibú, þar
sem þessi ræktun stendur með
blóma. Ég byrjaði á búgarði Stan-
leys og Alex Charison í Gunton,
sem er 40 mílur norður af Winni-
peg, Manitoba. Fyrirtæki þeirra
klekur út og dreifir árlega milljón
dagsgömlum- ungum og sendir á
markaðinn 600.000 pund af lifandi
kalkúnum. Hænur þessa bús eru
tæknifrjóvgaðar. (Kalkúnar hafa
verið framleiddir með tæknifrjóvg-
un svo lengi, að sumir ræktendur
halda, að þeir hafi misst hæfileik-
ann til að auka kyn sitt á eðlileg-
an máta). Eggin eru 25 daga í sér-
stökum bás. sem sér um að þau séu
á hreyfingu, sem líkjast því að
kalkúnmamma væri að bjástra við
þau í hreiðri; síðan eru þau höfð
þrjá daga í útungun. Og sama dag
og kalkúninn skríður úr egginu er
hann seldur. Þeir eru tilbúnir fyrir
markaðinn eftir 15 vikna fóðrun.
Velta Charisonbúsins er 1 milljón
dalir árlega. En þeir, sem vinna á
búinu, eru sammála um, að þessir
furðulegu fuglar hafi enga elsku-
vekjandi eiginleika. „Þeir hafa eng-
an persónuleika," segir Stan Chari-
son. „Þeir eru átvélar. Þegar þú
heldur að þú skiljir þá, finna þeir
nýia aðferð til að skaða sig.“
Kalkúnar, sem eru tilbúnir á
markað, verða að fara í sérstök
sláturhús. EÍg heimsótti eitt í Al-
berta, sem framleiddi 400 þúsund
kalkúna 1972. Þeir voru aflífaðir
með einu bragði með rafmagns-
hníf. Þeir eru kalúneraðir við um
65 gráðu hita og þvínæst flytjast
þeir inn í vél, sem er útbúin nokk-
urs konar gúmmífingrum, sem fjar-
lægja fiaðrirnar. Fiaðrir og innyfli
er notað í framleiðslu á hænsna-
og gæludýrafóðri, en hausar og