Úrval - 01.09.1975, Page 128

Úrval - 01.09.1975, Page 128
126 ÚRVAL EKKI ER MÉR KUNNUGT UM AÐ FORNLEIFAFUNDIR HAFI NOKKRU SINNI AFSANNAÐ í EINU EÐA NElNU FRÁSÖGN BIBLÍUNNAR. í dag má segja að steinarnir tali til okkar og lýsi yíir sannsögulegu gildi Biblíunnar. VITNISBURÐUR JESÚ. Önnur leið til að kanna sannfræði Biblí- unnar, einkum Gamla testamentis- ins, er að kynna sér afstöðu Jesú Krists til þess. Hlýtur sá vitnis- burður að vega þungt að mati þeirra, sem trúa á Jesúm. Við byrj- un starfs síns greindi Kristur frá kraftaverkum Elía og Elísa, eins og frá er sagt í 21. kap. Lúkasarguð- spjalls og er augljóst að hann lagði trúnað á þessar sögur Gamla testa- mentisins. í 10. kap. Jóhannesar- guðspjalls greinir Kristur frá því að raust Guðs hljómi í Gamla testa- mentinu og því geti ritningin ekki raskast. Við lok starfs síns benti hann lærisveinum sínum á spádóma Daníels og kom þá fram að hann taldi þá sanna vera. Eftir uppris- una ávítaði hann lærisveinana fyr- ir að trúa ekki því sem ritað er í „lögmáli Móse og spámönnunum og sálmunum." Naumast er hægt að lesa frásögn Nýja testamentisins um líf og starf Drottins hér á jörð, án þess að sannfærast um að hann trúði því sem Gamla testamentið greinir frá um sköpunina og syndaflóðið, einn- ig frásögunni um afskipti Guðs af Gyðingaþjóðinni. Hann varði það, sem Móse sagði um margvísleg mál- efni og taldi höfunda Gamla testa- mentisins vera heilaga Guðs menn, sem töluðu knúðir af Heilögum anda. Svipaða afstöðu höfðu post- ular Krists. Þegar við tökum til við að at- huga Nýja testamentið kynnumst við hinum fullkomna manni, Jesú Kristi. Ekki veit ég til þess að nokk- urst staðar annars staðar í heims- bókmenntunum sé að finna tilraun til að lýsa fullkomnum manni. Það vekur furðu að í Galíleu skyldi fiskimönnum til hugar koma það, sem enginn annar hefur gert — að lýsa fullkomnum manni — og þó höfðu þeir enga sérstaka þjálfun hlotið í því að skapa rit- verk eða festa hugsanir sínar á blað. Hvernig má skýra þessa stað- reynd? Einn maður af öllum mann- anna sonum er sagður vera synd- laus! Hvernig gátu ólærðir alþýðu- menn alið af sér slíkt hugarfóstur? Hvernig megnuðu þeir að uppdikta svo fullkominn mann að atgervi og eiginleikum öllum sem Jesú var? Niðurstaðan er þessi: Frásögnin skapaði ekki manninn. Þessi maður var ekki þeirra hugarfóstur. Þeir þekktu þennan mann og lýstu hon- um rétt eins og hann kom þeim fyrir sjónir. Þau orð, sem Kristur sagði um sjálfan sig ber einnig að sama brunni. Ein af höfuðkenningum hans var sú, að hann væri sonur Guðs og allar aðrar kenningar hans hafa því aðeins gildi, að þær séu skoð- aðar í ljósi þeirra orða. Til eru þeir sem segjast veita kenningum hans viðtöku, aðhyllast siðgæðis- boðskap hans og líta á hann sem mikinn réttlætispostula, en veita
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.