Úrval - 01.09.1975, Síða 128
126
ÚRVAL
EKKI ER MÉR KUNNUGT UM
AÐ FORNLEIFAFUNDIR HAFI
NOKKRU SINNI AFSANNAÐ í
EINU EÐA NElNU FRÁSÖGN
BIBLÍUNNAR.
í dag má segja að steinarnir tali
til okkar og lýsi yíir sannsögulegu
gildi Biblíunnar.
VITNISBURÐUR JESÚ. Önnur
leið til að kanna sannfræði Biblí-
unnar, einkum Gamla testamentis-
ins, er að kynna sér afstöðu Jesú
Krists til þess. Hlýtur sá vitnis-
burður að vega þungt að mati
þeirra, sem trúa á Jesúm. Við byrj-
un starfs síns greindi Kristur frá
kraftaverkum Elía og Elísa, eins og
frá er sagt í 21. kap. Lúkasarguð-
spjalls og er augljóst að hann lagði
trúnað á þessar sögur Gamla testa-
mentisins. í 10. kap. Jóhannesar-
guðspjalls greinir Kristur frá því
að raust Guðs hljómi í Gamla testa-
mentinu og því geti ritningin ekki
raskast. Við lok starfs síns benti
hann lærisveinum sínum á spádóma
Daníels og kom þá fram að hann
taldi þá sanna vera. Eftir uppris-
una ávítaði hann lærisveinana fyr-
ir að trúa ekki því sem ritað er í
„lögmáli Móse og spámönnunum og
sálmunum."
Naumast er hægt að lesa frásögn
Nýja testamentisins um líf og starf
Drottins hér á jörð, án þess að
sannfærast um að hann trúði því
sem Gamla testamentið greinir frá
um sköpunina og syndaflóðið, einn-
ig frásögunni um afskipti Guðs af
Gyðingaþjóðinni. Hann varði það,
sem Móse sagði um margvísleg mál-
efni og taldi höfunda Gamla testa-
mentisins vera heilaga Guðs menn,
sem töluðu knúðir af Heilögum
anda. Svipaða afstöðu höfðu post-
ular Krists.
Þegar við tökum til við að at-
huga Nýja testamentið kynnumst
við hinum fullkomna manni, Jesú
Kristi. Ekki veit ég til þess að nokk-
urst staðar annars staðar í heims-
bókmenntunum sé að finna tilraun
til að lýsa fullkomnum manni.
Það vekur furðu að í Galíleu
skyldi fiskimönnum til hugar koma
það, sem enginn annar hefur gert
— að lýsa fullkomnum manni —
og þó höfðu þeir enga sérstaka
þjálfun hlotið í því að skapa rit-
verk eða festa hugsanir sínar á blað.
Hvernig má skýra þessa stað-
reynd? Einn maður af öllum mann-
anna sonum er sagður vera synd-
laus! Hvernig gátu ólærðir alþýðu-
menn alið af sér slíkt hugarfóstur?
Hvernig megnuðu þeir að uppdikta
svo fullkominn mann að atgervi og
eiginleikum öllum sem Jesú var?
Niðurstaðan er þessi: Frásögnin
skapaði ekki manninn. Þessi maður
var ekki þeirra hugarfóstur. Þeir
þekktu þennan mann og lýstu hon-
um rétt eins og hann kom þeim
fyrir sjónir.
Þau orð, sem Kristur sagði um
sjálfan sig ber einnig að sama
brunni. Ein af höfuðkenningum hans
var sú, að hann væri sonur Guðs
og allar aðrar kenningar hans hafa
því aðeins gildi, að þær séu skoð-
aðar í ljósi þeirra orða. Til eru
þeir sem segjast veita kenningum
hans viðtöku, aðhyllast siðgæðis-
boðskap hans og líta á hann sem
mikinn réttlætispostula, en veita