Úrval - 01.09.1975, Page 136
134
ÚRVAL
*
é
*
*
N
ú er veröndin næstum
^ horfin af sjónarsviðinu
5K í Bandaríkjunum og sú
staðreynd kann að geta
'Vsw/m/I skýrt okkur frá ógn-
væniegri staðreyndum
um sjálfa okkur en Watergatemál-
ið var fært um. Misnotkun forseta
á valdi því, sem hann hefur, er
blettur á sögunni, sem unnt er að
má að miklu leyti burt, ef eftir-
komendur hans í forsetastóli ástunda
dyggðir. En hvað er hægt að gera
til þess að snúa við þeirri þróun,
sem lýsir sér í því, að við einangr-
um okkur nú hvert frá öðru og
myndum þess í stað dáleidda einka-
hópa einmana fólks?
Við erum hætt að hafa verönd
(jarðsvalir) á húsunum okkar, vegna
þess að okkur hefur gleymst, hvern
ig á að gera það, sem veröndin var
eðlileg umgerð fyrir. Við höfum
glatað hæfileika okkar til þess að
fara í óvæntar heimsóknir til vina
og kunningja, þegar manni dettur
í hug, og hæfileikanum til þess að
þegja saman eða eiga notalegar
samræður um allt og ekkert eða
biðla til hinnar útvöldu í augsýn
annarra. Slíkt hefur horfið með
veröndinni.
Það má enn sjá verandir sums
staðar í Bandaríkjunum, verandir,
sem umlykja þrjár hliðar sumra
húsa niðri við ströndina í Nýja
Englandsfylkjunu.m, eða tveggja
húshliða verandir við kyrrlátar
götur í bæjum Miðvesturríkjanna,
verandir frá Viktoríutímanum með
dásamlega útskornum súlum og
grindverkum. En þetta eru allt
leifar frá horfnum tíma, ímynd
annars skilnings á okkur sjálfum
og samfélaginu en nú er efst á
baugi. Og þessar verandir eru all-
ar tómar núna.
Veröndin var meðalvegurinn, sem
við völdum, meðalvegurinn milli
þess að lifa í næði og einrúmi og
að eiga félagsleg samskipti við fólk
utan fjölskyldunnar. Þegar við
dvöldum á veröndinni, vorum við
að hálfu leyti innan húss og að
hálfu leyti utan húss. Við héldum
þannig opinni leið til félagslegra
samskipta við vini og kunningja,
og stundum gerðist það jafnvel, að
ókunnugs fólk, sem átti leið fram
hjá, dokaði við á leið sinni til þess
að rabba við mann um daginn og
veginn.
Ég býst við, að við höfum byrj-
að að gerast afhuga veröndinni,
þegar útvarpið kom til sögunnar.
Við fórum inn af veröndinni til
þess að hlusta á það. Svo kom sjón-
varpið og greip okkur heljartök-
um. Síðan kom loftkælingarkerfið
til sögunnar og gerði það notalegra
að dvelja innan dyra. Útidyrahurð-
in var höfð lokuð og veröndin var
tóm. Jafnframt lögðum við niður
þá samfélagshætti, sem veröndin
var tákn fyrir. Við skiptum á hinni
gagnlegu ánægju viðræðnanna og
dáleiðsluhlustun á rafeindaeintöl á
sjónvarpsskerminum. Þetta var allt
hluti víðtækari breytingar, sem
þurrkaði burt tjáningarskipti við
nágrannana í götunni eða samborg-
arana í bænum, það er, afnam hinn
notalega, þekkta smáheim, sem við
lifðum í, en steypti þess í stað yfir
okkur eins miklu af hugarórum og
staðreyndum gervallrar jarðkringl-