Úrval - 01.09.1975, Side 136

Úrval - 01.09.1975, Side 136
134 ÚRVAL * é * * N ú er veröndin næstum ^ horfin af sjónarsviðinu 5K í Bandaríkjunum og sú staðreynd kann að geta 'Vsw/m/I skýrt okkur frá ógn- væniegri staðreyndum um sjálfa okkur en Watergatemál- ið var fært um. Misnotkun forseta á valdi því, sem hann hefur, er blettur á sögunni, sem unnt er að má að miklu leyti burt, ef eftir- komendur hans í forsetastóli ástunda dyggðir. En hvað er hægt að gera til þess að snúa við þeirri þróun, sem lýsir sér í því, að við einangr- um okkur nú hvert frá öðru og myndum þess í stað dáleidda einka- hópa einmana fólks? Við erum hætt að hafa verönd (jarðsvalir) á húsunum okkar, vegna þess að okkur hefur gleymst, hvern ig á að gera það, sem veröndin var eðlileg umgerð fyrir. Við höfum glatað hæfileika okkar til þess að fara í óvæntar heimsóknir til vina og kunningja, þegar manni dettur í hug, og hæfileikanum til þess að þegja saman eða eiga notalegar samræður um allt og ekkert eða biðla til hinnar útvöldu í augsýn annarra. Slíkt hefur horfið með veröndinni. Það má enn sjá verandir sums staðar í Bandaríkjunum, verandir, sem umlykja þrjár hliðar sumra húsa niðri við ströndina í Nýja Englandsfylkjunu.m, eða tveggja húshliða verandir við kyrrlátar götur í bæjum Miðvesturríkjanna, verandir frá Viktoríutímanum með dásamlega útskornum súlum og grindverkum. En þetta eru allt leifar frá horfnum tíma, ímynd annars skilnings á okkur sjálfum og samfélaginu en nú er efst á baugi. Og þessar verandir eru all- ar tómar núna. Veröndin var meðalvegurinn, sem við völdum, meðalvegurinn milli þess að lifa í næði og einrúmi og að eiga félagsleg samskipti við fólk utan fjölskyldunnar. Þegar við dvöldum á veröndinni, vorum við að hálfu leyti innan húss og að hálfu leyti utan húss. Við héldum þannig opinni leið til félagslegra samskipta við vini og kunningja, og stundum gerðist það jafnvel, að ókunnugs fólk, sem átti leið fram hjá, dokaði við á leið sinni til þess að rabba við mann um daginn og veginn. Ég býst við, að við höfum byrj- að að gerast afhuga veröndinni, þegar útvarpið kom til sögunnar. Við fórum inn af veröndinni til þess að hlusta á það. Svo kom sjón- varpið og greip okkur heljartök- um. Síðan kom loftkælingarkerfið til sögunnar og gerði það notalegra að dvelja innan dyra. Útidyrahurð- in var höfð lokuð og veröndin var tóm. Jafnframt lögðum við niður þá samfélagshætti, sem veröndin var tákn fyrir. Við skiptum á hinni gagnlegu ánægju viðræðnanna og dáleiðsluhlustun á rafeindaeintöl á sjónvarpsskerminum. Þetta var allt hluti víðtækari breytingar, sem þurrkaði burt tjáningarskipti við nágrannana í götunni eða samborg- arana í bænum, það er, afnam hinn notalega, þekkta smáheim, sem við lifðum í, en steypti þess í stað yfir okkur eins miklu af hugarórum og staðreyndum gervallrar jarðkringl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.