Úrval - 01.09.1975, Page 166
164
ÚRVAL
þjóðaeinkenni. Konur með furðu-
leg semilíuglitrandi gleraugu, ör-
ugglega frá Ameríku, herramenn í
gulum eða ljósgráum skóm —
Þýskaland, æsandi, dularfullar kon-
ur í dökkum minkapelsum —
Ítalía eða Suður-Ameríka. Frakki
otar á undan sér vegabréfinu sínu
eins og það sé nafnspjaldið hans.
Ég hef komist að því, að englend-
ingar þurfa ekki alltaf að vera með
samanbrotna regnhlíf í höndunum.
þvert á móti ferðast þeir alltaf með
mjög lítinn eða alls engan farangur.
Inni í flugvélinni heldur gaman-
leikurinn áfram. Sjálfumglaði mað-
urinn fyrir framan mig er vanur að
fljúga. Hann skálmar inn í flugvél-
ina eins og hún sé einkaskrifstof-
an hans. Hann velur sér sæti hratt
og örugglega, fer úr jakkanum, los-
ar beltið og bindið, rennir fingrun-
um kæruleysislega yfir loftræsti-
kerfið og þjónustubjölluna og talar
við flugfreyjuna eins og hún væri
einkaritarinn hans. Hjónin hinum
megin við ganginn eru hins vegar
greinilega í fyrsta sinn í flugferð.
Þau fáta við öryg'gisbeltin, hún les
öryggisreglurnar upphátt fyrir hann
og þau þrýsta hvors annars hend-
ur meðan á fiugtakinu stendur.
Einu sinni var ég að bíða eftir tösk-
unum mínum á flugvellinum í Lond-
on og sá þá mann standa ósköp
einmanalegan við töskufæribandið,
þar sem ein taska ferðaðist hring
eftir hring. Ég starði á hann eins
og trölltekinn. Það kom í ljós, að
þessi taska hafði átt að fara til
Rómar, en hafði verið tekin í mis-
gripum fyrir tösku þessa óham-
ingjusama manns. Eg sá greinilega
fyrir hugarsjónum mínum hvernig
annar maður stóð í annarri flug-
höfn, mörg hundruð kílómetra í
burtu, og starði dapur á töskufæri-
band, sem snerist hring eftir hring
með eina tösku.
Áður en ég fór að búa til kvik-
myndir var ég látbragðsleikari og
varð sífellt að byggja þætti mína á
atriðum úr daglegu lífi. Nú nota ég
sömu tækni til að fylgjast með fólki.
Ég reyni að sýna litlu, fjarstæðu-
kenndu atriðin í lífinu, og sérkenni
mannanna. Þegar ég sé eitthvað,
sem laðar fram bros hjá mér, punkta
ég það í vasabókina mína til síðari
nota.
í Play Time fékk ég til dæmis
hugmyndina að ákveðnu atriði með
því að virða fyrir mér fólk í skýja-
kljúf í New York. Við lyftuna í
endalausum gangi stendur Monsieur
Hulot (sem ég leik) og bíður óstyrk-
ur eftir ritara, sem á að sækja hann
og leiða hann á fund. Fótatak heyr-
ist. í fjarska. Hulot leggur af stað
móti fótatakinu, fullur ákefðar, en
reynsluríkur lyftustjórnandinn gef-
ur honum merki um að slaka á og
kveikir sér í sígarettu. Með heims-
mannslegu yfirbragði tottar hann
sígarettuna nokkrum sinnum og
þegar fótatakið, sem stöðugt nálg-
ast, hefur náð vissum styrk, réttir
hann úr sér og gefur Hulot merki
um að vera viðbúinn.
Skömmu eftir frumsýninguna á
Play Time, fékk ég bréf frá dyra-
verði í stórri skrifstofubyggingu í
París. „Þakka þér fyrir kvikmynd-
ina,“ skrifar hann. „Áður fyrr var
ég alltaf mjög spenntur og óróleg-
ur, þegar ég beið eftir aðalforstjór-