Úrval - 01.09.1975, Síða 168
166
ÚRVAIj
anum og heyrði fótatak hans á
löngum ganginum. Nú tel ég bara
skrefin og brosi með sjálfum mér,
því nú get ég séð það broslega við
þetta.“
Eg hef áhuga íþróttum, bæði sem
þátttakandi og áhorfandi, sérstak-
lega tennis. Hafið þið ekki tekið
eftir því, að í hvert skipti sem tenn-
isleikara bregst högg, lítur hann á
spaðann sinn, eins og verksmiðju-
galli í spaðanum hafi verið orsök
þessa klaufaskapar? Og hugsið ykk-
ur bara uppgjafirnar, sem gerðar
eru gagngert til að hafa áhrif á
áhorfendurna. Til dæmis það, sem
ég kalla „rafmagnsuppgjöfina“.
Tennisleikarinn þeytir boltanum upp
í loftið og keyrir spaðann á eftir
honum af svo miklum dramatískum
krafti, að það minnir á eitthvert
rafmagnsáhald, sem fer í gang með
smell. Eða „fiðrildaveiðiuppgjöfin“?
Boltanum er kastað kæruleysislega
upp í loftið fyrir framan leikarann,
sem svo kýlir á eftir honum, eins
og hann væri að veiða sjaldgæft
eintak af fiðrildi.
I einni af myndum mínum sýndi
ég ,,skrúfuuppgjöf“ óeðlilega hægt.
Ég vatt mig hægt upp í fulla hæð,
hélt spaðnum aftur fyrir mig, sló
boltann og hnipraði mig svo sam-
an með spaðann fyrir framan mig,
tilbúinn til að taka á móti boltan-
um, þegar ég fengi hann aftur frá
andstæðingnum; vægt sagt yfir-
borðsleg spilaaðferð. Nú, tuttugu
árum seinna, er ég enn að hitta
fólk. sem skemmtir sér yfir dæmi-
gerðri Hulotuppgjöf, sem það hefur
séð í raunveruleikanum. Með því
að virða fyrir sér annað fólk, setja
sig í þess spor og nota dálítið ímynd
unarafl, getur maður tekið sína
eigin kvikmynd í huganum. Það
gæti til dæmis gengið þannig til:
Gegnum gluggann á skrifstofunni
minni tók ég einn daginn eftir röð
af skínandi, svörtum bílum, sem óku
upp að kvikmyndahúsinu hér við
hliðina. Minnst þrjátíu svartklædd-
ir verslunarmenn stigu út úr bíl-
unum, skelltu bílhurðunum og
gengu í hátíðlegri röð inn í kvik-
myndahúsið. Mínútu seinna komu
þeir allir út aftur, tókust í hendur,
stigu inn í bílana og óku brott. í
kvikmyndahúsinu fékk ég þær upp-
lýsingar, að þessir fínu herrar hefðu
komið til að horfa á prufusýningu
á auglýsingamynd, sem tók 30 sek-
úndur. Þá fór ímyndunarfalið í
gang hjá mér. Ég sá þá hringja
hvern til annars úr viðarklædd-
um skrifstofum sínum til að ákveða
sýningartímann, hringja í einkarit-
arana, sem áttu að hafa samband
við kvikmyndahúsið, skipuleggja
hver ætti að aka með hverjum, sam-
stilla úrin sín, pússa gleraugun og
seinna ræða út í æsar kosti og ókosti
verksins — og ailt þetta fyrir aug-
lýsingakvikmynd, sem tók hálfa
mínútu að sýna! Alla leiðina heim
þennan dag skemmti ég mér við
að mvnda í huga mér öll smáatriði
í sambandi við þessa sýningu.
Þjónar á veitingahúsum eru allt-
af þess virði að þeim sé veitt at-
hygli. Þeir sýsla með svo miklum
glæsibrag og kurteisi um gestina,
en um leið og þeir eru komnir í
gegnum dyrnar fram í eldhúsið
sýna beir sitt rétta eðli. Dag nokk-
urn var ég að borða á veitingahúsi