Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 1
Dómstólar og rjettarfar
eptir
K1 c ni e n s J ó n s s o u.
III. LÖGGÆSLA OG SAKAMÁL.
1. Lögregluvaldið. Eins ogfyr ergetið, eru hjer-
aðsdómarar (sýslumenn og bæjarfógetar) lögreglustjórar,
hver í sínu lögsagnarumdæmi; aðstoðarmenn þeirra í lög-
gæslunni eru aptur lögregluþjónar í kaupstöðum og hrepp-
stjórar í sveitum og utan kaupstaða. Hreppsnefndir hafa
og nokkuð lögregluvald, þar sem þeim er boðið að hafa
gætur á því, að flakk og betl eigi sjer ekki stað í sveit-
inni, einnig eiga þær að hafa eptirlit að því er snertir al-
menna heilbrigði, og geta gjört ráðstafanir til, að sótt-
næmir sjúkdómar breiðist ekki út, og að öðru leyti eiga
þær að vera hreppstjóra til aðstoðar, til að efla góða reglu
í hreppnum.
Aðalstarf iögregluvaldsins er í stuttu máli: að vaka
yfir því, að lögunum sje hlýtt, og að almennum friði og ró
sje ekki raskað. I kaupstöðunum eru til lögreglusamþykktir,
sem hafa inni að halda nákvæmar ákvarðanir um reglu og
velsæmi á götum og almannafæri, umferð á þeim, og á-
kvarðanir, sem miða að því að afstýra farartálma og hættu
fyrir umferðina, um friðun almennings eigna, um veitinga-
hús, skemmtistaði og almennar skemmtanir, um almennt
Lögfræðingur. Y. 1901. 1