Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 2
2
Klemens Jónsson.
hreinlæti og þrifnað, og ákvarðanir, sem lúta að því að
fyrirbyggja brunahættu og eldsvoða o. sv. frv., og varðar
það sektum allt að 100 kr., ef brotið er á móti iögreglu-
samþykktinni; verði sektin eigi greidd, þá verður að af-
plána bana með fangelsi. Börn eldri en 10 ára og yngri
en 15 ára skulu sæta allt að 15 vandarhöggum, eða ein-
földu fangelsi, allt að 8 dögum; ef kenna má yfirsjónina
skorti á hæfilegri umsjón foreldra eða annara, sem ganga
harninu í foreldra stað, skal refsa þeim fyrir yfirsjónina,
en eigi barninu. Lögreglustjóri úrskurðar sektirnar, en
hinn seki getur ávallt, ef honum þykir sektin of há, eða
ekki rjettlát, heimtað dóm. Auk þessa hefur lögreglustjóri
vafalausa heimild til þess að gjöra til bráðabirgða sjerstak-
ar nauðsynlegar lögreglufyrirskipanir þannig, að það hafi
sektir í för með sjer, ef brotið er gegn þeim, eptir að þær
hafa verið gjörðar almenningi kunnugar. í kaupstöðunum
gilda ennfremur auðvitað öll hin almennu lögreglulög, sem
aðallega koma til greina utan kaupstaðar, þar sem engar
lögreglusamþykkiir eru; þessi lögreglulög eru margvísleg,
svo sem um heilbrigðisráðstafanir og sóttvarnir, veiði o.
fl„ víða eru og sjerstakar fiskiveiðasamþykktir, sem menn
verða að gæta að brjóta ekki.
Auk þessa hefur lögreglustjórnin ennþá víðtækara vald
gagnvart mönnum í því skyni að halda uppi lögunum og
vernda frið og eignir almennings; þannig hefur hún heim-
ild til þess að krefjast þess af hverjum og einum, að skýra
frá nafni sínu og bústað; hún hefur og heimild til að taka
hvern þann fastan, sem full ástæða er til að ætla, að
drýgt hafi einhvern giæp, eða ætli sjer með stroki að
komast undan hegningu fyrir brotið; þann, sem tekinn er
fastur vegna glæps, má strax rannsaka á persónu hans, ef