Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 3
Dómstólar og rjettarfar.
3
ætla má, að hann hafi á sjer eitthvað, er geti verið til
upplýsingar í málinu, eða hann geti brúkað til þess að
fara sjer að voða með. Sje það kona, sem þannig er
rannsökuð, skal það gjört af öðrum kvennmanni; sá sem
tekinn er fastur, skal leiddur fyrir dómara svo fljótt, sem
auðið er, og verði hann eigi látinn laus, skal dómari inn-
an 3ja daga kveða upp úrskurð um það, hvort hann skuli
settur í varðhald.
Lögregluvaldið hefur heimild til þess að brjótast inn í
hús manna í þessum tilfellum:
a. eptir dómsúrskurði.
b. til þess að taka mann fastan, sem eltur er fyrir
glæp og lögreglumaður hefur sjálfur sjeð fara inn í
liúsið.
c. ef ástæða er til að ætla, að verið sje að drýgja glæp
í húsinu.
d. inn í opinber veitingahús, ef þar er hávaði og skark-
ali, sem ónáðar aðra húsbúendur, eða þá sem í
grennd búa.
Annars er heimilið friðheilagt. Sje lögreglumanni
eigi hleypt inn, þegar hann segir til sín, og í hvaða er-
indi hann sje, má hann beita valdi til þess að komast
inn, en fyr ekki. Lögreglan hefur rjett til þess að vera
við almennar samkomur, og má banna mannfundi undir
berum himni, þegar uggvænt þykir, að af þeim leiði ó-
spektir.
Ef einhver álítur, að sjer hafi verið gjört rangt til af
lögreglunni, þá getur hann kært það fyrir yfirboðurum
allt upp til ráðgjafans fyrir fsland, og er þá höfðað saka-
mál gegn þeim, sern brotið hefur, ef ástæða þykir til, fyr-
ir misbeitingu á valdi sínu.
1*