Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 4
4
Klemens Jónsson.
2. Sakamál. þegar lögreglustjóri kefur fengiö fulla
vitneskju um það á einhvern hátt, að glæpur hafi verið
drýgður, er það skylda hans, án frekari kæru að fara til
og rannsaka málið, til þess að fá málið upplýst. þetta
gjörir lögreglustjóri venjulega á þann hátt, að hann fer til
þess staðar, þar sem glæpurinn hefur verið drýgður, því
opt þarf hann hreint og beint að rannsaka staðháttu, t. a.
m. ef morð hefur átt sjer stað, eldur kveykt.ur í liúsi eða
innbrotsþjófnaður framinn, auk þess er alloptast hægra
fyrir hann að fá upplýsingar á staðnum sjálfum enn ann-
arsstaðar. þ>ar tekur lögreglustjórinn próf um, hvernig
glæpurinn hafi verið framinn, og ér það aðalverk hans að
fá það upplýst, bæði hvort nokkur glæpur hafi verið
drýgður, hver hafi gjört það, á hvaða hátt, og hvort nokk-
ur hafi verið í vitorði með. þ'að er lögreglustjóri, sem á
að halda frumprófið, og rjetturinn því næst að taka mál-
ið fyrir til reglulegs og endilegs prófs og dóms, en af því
sami maðurinn er bæði lögreglustjóri og rannsóknardóm-
ari, þá gætir þessa mismunar ekki.
þ>au ráð, sem dómarinn notar til þess að komast
fyrir sannleikann, eru margvísleg; hann getur gjört hús-
rannsókn (þjófaleit), látið rannsaka brjef og skjöl, og leita
á hinum grunaða sjálfum, en þó þarf hann eins og áður
er frá skýrt, að kvcða upp sjerstakan rökstuddan úrskurð,
en aðallega reynir þó prófdómarinn að komast fyrir sann-
leikann með því að taka próf í málinu, og gjörir hann
það á þá leið, að hann spyr ekki einungis hinn grunaða
sjálfan, heldur einnig sem vitni alla þá sem hann álítur,
að geti gefið einhverjar upplýsingar í málinu. Framburð-
ir þeirra eru svo færðir inn í þingbókina eptir fyrirsögn
dómarans, og á að lesa upp framburðinn í hvert skipti,