Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 6
6
Klemens Jónssou.
sannleikann; vitnin eru eiðfest eptir á, ef þörf þykir, en
það er einungis, ef framburður þeirra hefur verulega
þýðingu f}rrir málið, og hinn ákærði hefur borið hið gagn-
stæða, en þó er eiðfestingin bundin því skilyrði ennfremur,
að það sje alveg víst, að vitnið sje ekki neitt við glæp-
inn riðið; yfir höfuð er í sakamálum farið mjög varlega í
það, að taka eið af vitnum. Ef vitnin eru látin vinna
eið, á að gera það í nærveru hins ákærða og hann hlýtur
þá einnig að hafa rjett til, áður en eiðurinn er tekinn,
að leggja spurningar fyrir vitnið, ef honum þykir þess
þörf; geti sakborningur eigi verið viðstaddur eiðfestinguna
t. a. m. sökum fjarveru, á að skipa mann til að hlusta
á hana fyrir hans hönd, og hefur hann þá sama rjett.
Vitni eru skyld að mæta í sakamálum til prófs að við-
lögðum fallsmáissektum, og leiki grunur á því, að vitnið
sje eitthvað viðriðið glæpinn, þá má sækja það með valdi;
vitnin eru eins skyldug að mæta, þó rjettur sje haldinn
utan þeirrar þinghár, sem þau búa í, ef rjettarhaldið fer
fram í lögsagnarumdæminu.
Hinn ákærði er skyldugur að svara spurningum dóm-
arans, en hann má segja ósatt, án þess að honum verði
hegnt fyrir rangan framburð. Vitni aptur á móti má ekki
ijúga fyrir rjettinum, heldur bakar það sjer þunga refs-
ingu fyrir falskan framburð fyrir rjetti. pað er því á-
ríðandi, að sá, sem mætir fyrir rjetti, viti hvort hann
kemur þar fram sem grunaður eða hann á að mæta
sem vitni; sje hann í vafa um það, gjörir hann rjettast
í að spyrja dómarann að því. Ef einhver hefur verið
leiddur sem vitni í sakamáli og borið ranga skýrslu fyrir
rjetti án þess að eiðfesta hana, verður honum eigi hegnt
fyrir það, ef það kemur í Ijós, að málið snerti liann sjálf-