Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 9
Dómstólar og rjettarfar.
0
engin játning hjá sakborning getur hann vel orðið dæmd-
ur fyrir því; ef full sönnun fæst á annan hátt með vitn-
um eða sterkum líkum, svo sem ef stolnir munir finnast
í vörslum manns, án þess að hann geti gjört grein fyrir,
livar hann hafi fengið þá, þá sleppur hann ekki hjá því
að verða dæmdur sem þjófur eða þjófsnautur.
fegar dómarinn álítur málið nægilega upplýst á all-
ar hliðar, þá tilkynnir hann ákærða, að mál muni verða
höfðað gegn honum í rjettvísinnar nafni, og á liann þá
um leið að spyrja sakborning að, hvort hann vilji sjálfur
flytja vörn í málinu, eða fá sjer talsmann settan, eða
sleppa með öllu allri vörn; óski sakborningur sjer talsmann
settan, er það skylda dómarans að útnefna hann, og verð-
ur það að vera góður og greindur maður, og ef unnt er
lögfróður; sje dómarinn að prófunum loknum í vafa um,
hvort rjett sje að höfða mál, annaðhvort af því engin
játning fyrirliggur eða aðrar líkur gegn hinum ákærða,eða
af því vafi getur á því leikið, hvort sakhæfi sje fyrir hendi,
þá sendir hann útskript af prófunum til amtmanns, og
úrskurðar hann þá, hvort mál skuli höfða eða ekki.
Málið byrjar með því, að dómarinn stefnir sakborning
til þess að mæta á vissum stað og stund; ákærandi er
engiun sjerstakur í málinu, en dómarinn er það sjálfur
fyrir hönd rjettvísinnar; stefnan hljóðar upp á, að hinn
kærði eigi að mæta, til þess að svara til málsins og líða
dóm. Til þess að flýta fyrir málinu sem mest, eins og
rjettinum er fyrirskipað, sendir dómarinn um leið og liann
gefur út stefnuna með nokkrum fyrirvara, talsmanni hins
ákærða prófin, og getur þá talsmaður mætt sama dag og
hinn ákærði mætir eptir stefnunni, og lagt þá um leið
fram vörn sína, sem ákærði þá heyrir upplesna, og er þá