Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 10
10
Klemens Jónsson.
málið að því búnu tekið upp til dóms sama dag. Verj-
andi tekur auðvitað fram í vörn sinni allt það, sem kann
að geta verið sakborning til afbötunar, og krefst þá ann-
aðhvort, að hann verði dæmdur alveg sýkn eða í vægustu
refsingu, hann verður og að krefjast hæfilegrar þóknunar
fyrir málsvörnina, því að öðrum kosti fær hann ekki neitt.
lijetturinn getur, eptir að búið er að taka málið upp til
dóms, annaðhvort eptir bendingu frá verjanda, eða af
sjálfsdáðum, tekið málið fyrir aptur, til þess að fá ýtar-
legri upplýsingar, ef eitthvað þykir ábótavant við yfirlest-
ur prófanna í heild sinni, en ekki þarf þá nýja stefnu til
sakbornings; dómarinn kveður síðan upp dóm í málinu,
sem svo er birtur hinum ákærða af stefnuvottunum, og
eiga þeir þá um leíð að spyrja hann að, hvort hann vilji
una við dóminn, eða áfrýja honurn til æðri dóms; ef hann
vill áfrýja, ritar dómarinn áfrýjunarstefnu þegar í stað á
dómsgjörðirnar, og lætur birta hana; vilji hann una við
dóminn, þá má þó ekki fullnægja honum strax, heldur
verður fyrst að senda amtmanni dómsgjörðirnar, og tekur
hann þá ákvörðun um, hvort áfrýja skuli dóminum fyrir
liönd liins opinbera, þyki dómurinn of vægur, eða fyrir
hönd hins dómfellda, þyki dórnurinn of strangur, og ritar
hann þá áfrýjunarstefnuna, en að öðrum kosti felur hann
dómaranum með áritun á gjörðirnar að sjá um fullnæg-
ingu dómsins.
Sakamálum má skjóta til landsyfirrjettar, þegar mál-
ið varðar sekt að minnsta kosti 4 króna, og til hæsta-
rjettar, ef sektin nær 200 krónum; sje ekki um sektir að
ræða, heldur um aðra refsingu, má alltaf áfrýja dómi, og
stundum er það lögskipað að áfrýja dómi alla leið