Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 13
Dómstólar og rjettarfar.
13
ar fullcægja dóminum eptir ráðstöfun dómarans, ef hinn
ákærði, eða, ef málið er gegn unglingi, þá meðráðamaður
hans kveðst ánægður með hann.
Að öðru leyti skal þess getið, að í þessum málnm er
venjulega ekki leitað neinna frekari upplýsinga, ef hinn
kærði strax játar brotið á sig, en neiti hann því, verður
að liggja fyrir nægileg sönnun á venjulegan hátt; mæti
liinn kærði ekki eptir stefnu — dómari þarfekki að stefna
hinum kærða, en ef málið nær ekki hærri refsingu en sekt-
um eða einföldu fangelsi, þá getur hann trauðla sótthann
með valdi, og hefur því ekki önnur úrræði en að stefna
sakborning — þá kveður dómarinn þegar upp áfellisdóm
yfir honum, með því að það verður að skoðast svo, sem
hann treysti sjer ekki til þess að neita brotinu; þar sem
einungis um sektir er að ræða, virðist hinn kærði geta
látið annan mann mæta fyrir sig með löglegu umboði til
þess að bjóða fram sektir.
Meðferð lögreglumála við yfirrjett og hæstarjett er
alveg á sama liátt og í sakamálum.
IV. FÓGETAVALDIÐ.
1. Aðför. ]óað ber þráfaldlega við, að sá, sem með
endilegum dómi er skyldaður til að greiða eitthvað, láta
eitthvað af liendi o. sv. frv., alls eigi gjörir það af sjálfsdáð-
um. Dómliafi væri því illa farinn, ef hann þrátt fyrir
dóm sinn, ekki gæti náð rjetti sínum hjá hinum dómfellda.
Til þess að hjálpa honum í því efrii, er sá embættismað-
ur skipaður, sem kallast fógeti, og er það hinn venju-
legi hjeraðsdómari (sýslumaður eða bæjarfógeti), og vald
það, sem hann beitir til þess, nefnist fógetavald.
þegar dómur í einkamáli hljóðar á þá leið, að stefndi
eigi að borga stefnanda peninga, fær hann vissan frest til