Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 14
14
Klcmens Jónsson.
þess; í hjeraði í venjulegum málum 15 daga, en annars 3
sólarhringa og í yfirrjetti 8 vikur; þessi frestur er reikn-
aður frá því dómurinn er birtur, þetta er táknað þannig
í dóminum: »dómi þessum ber að fullnægja innan 15
daga frá hans löglegri birtingu að viðlagðri lagaaðför.«
Ef hinn dómfelldi því ekki innir af hendi hina dæmdu
uppbæð, og heldur ekki áfrýjar dóminum, þá snýr dómhafi
sjer til fógeta til þess að fá með hans aðstoö dóminn upp-
fylltan með lagaaðför eða fjárnámi, eins og það líka nefn-
ist. Hæstarjettardómar veita venjulega engan fullnægingar-
frest, og má því strax gjöra aðför eptir slíkum dómum;
eins og áður er um getið má fullnægja sátt, hvort hún
lieldur er gjörð fyrir rjetti eða lögskipaðri sáttanefnd, með
fjárnámi, og fær þá sá, sem skuldbundinn er eptir sátt-
inni, engan annan eða frekari frest, en til er tekinn í
sáttinni.
J>egar aðfarar er beiðst hjá fógeta, þá fer hann og
framkvæmir hana án þess að gefa dómfellda nokkra til-
kynningu um hana.
Aðfarar skal beiðst skriflega, ef skuldin fer fram úr
200 kr., annars nægir munnleg beiðni. Gjörðarbeiðandi
verður að mæta eða láta mæta; ef hinn dómfelldi, sem
kallast í lagamálinu reqvisitus. ekki vill góðmótlega
fullnægja dóminum eptir áskorun fógetans, þá framfer að-
förin á þann hátt, að fógetinn skrifar upp fjármuni hins
dómfellda, og lætur 2 votta, sem hann hefur með sjer,
virða þá, og þessu heldur hann áfram, þangað til komið er
nóg fyrir upphæð dómsins ásamt öllum kostnaði. Dómfelldi
má vísa á muni þá, sem hann vill láta skrifa upp, en
vilji hann það ekki, getur dómhafi gjört það. Sjeu hinir
útlögðu ir.unir lausafje, tekur dómhafi það í sínar vörslur