Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 17
Dómstólar og rjettarfar.
17
þuríi að stefna mannimim og fá dóm jrfir honum, eða í
stuttu máli, aðfararheimild. Lögtaki má því beita til þess
að ná inn ýmsum gjöldum, en hins vegar einungis þeim,
sem berlega eru tilnefnd í lögunum sjálfum; slík gjöld eru
í fyrsta lagi: öll opinber gjöld, svo sem landsjóðs, sveitar-
og bæjargjöid, framfærslueyrir með yfirgefnum konum,
börnum eða foreldrum eptir yfirvaldsúrskurði, álag eptir
úttekt, andvirði fyrir iausafje kevpt á opinberu uppboði.
Lögtakið skal birt skuldunaut með vikufresti, en í kaup-
stöðum má taka ólokin bæjargjöld, skatta til landssjóðs,
brunabótagjöld, sje tryggingin lögboðin, og þess háttar
opinber gjöld án annars fyrirvara til hvers einstaks, en að
það með opinbeiri auglýsingu sje kunngjört, að minnsta
kosti viku áður, að lögtakið fari fram, en ekki þarf að
nafngreina neinn einstakan. Lögtaksgjörðin sjálf fer fram
alveg á sama hátt og fjárnám, og hinir iögteknu munir
eru sömuleiðis seldir við opinbert uppboð, sem má fram
fara eptir 3 vikur en þann tíma standa munirnir til inn-
lausnar, og auðvitað stöðvast. uppboðið, ef lögtaksgjörðinni
er áfrýjað. í sveitum framkvæmir hreppstjóri lögtakið, og
sje því mótmælt þar að einhverju leyti, þá er því skotið
til úrskurðar fógeta, og kveður hann upp úrskurð innan
hálfs mánaðar.
3. Útburðar- og innsetningargjörðir. Enn
má geta þess, að fógetavaldið er enn þá víðtækara, þar
sem fógeti framkvæmir svokallaðar útburðar- og innsetn-
ingargjörðir. Ef ábúandi, sem löglega hefur verið byggt
út af jörð sinni, ekki víkur af henni í fardögum, þá
má fá fógeta til þess að bera hann út, ogsetja viðtakanda
inn á jörðina aptur; hjer þarf ekki að ljguja fyrir dómur
eða sátt, en auðvitað er það þá nauðsynlegt skilyrði fyrir
Lögfræðiiigur. Y. 1901. 2