Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 21
Fyrning skulda
eptir
sýslumann Lárus H. Bjarnason.
»Nu stendr skulld XX. vetr. eða XX. vetrum lengr.
þa fyrniz su skulld fyrir vattum en hann ma koma hon-
um til eiða ef hann vil. þiat i salti liggr sok ef sækendr
duga.« Svo1) kveður Jónsbók á í 6. kap. kaupabálks.
Setningin er nálega orði til orðs eins í Hákonarbók
eða Járnsíðu2), og er komin til vor úr Gulaþingslögum
hinum eldri.3) Hún er þannig ærið gömul, frá dögum
Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra 935—61, en stendur þó
enn að mestu leyti í fullu gildi. þ>vi hefur að vísu verið
haldið fram, að »skuldabrjef fyrnist eptir 20 ár, sje því
ekki innan þess tíma haldið í krapti«4), en það er rangt.
Setningin hefur aldrei verið numin úr gildi, enda er mjer
eigi kunnugt um nokkurn dóm, er haíi ógilt skuld af því,
1) Norgés gamle Love. IV., bls. 304.
2) L. c. I., bls. ii94.
3) L. c. I., bls. 24.
4) Lögfræðisleg formálabók, Rvík. 1886, bls, 104. Sveinn Sölva-
son: Tyro juris, Khfn. 1799, bls. 123 og 192. Aptur á móti
taldi Magnús Stephensen 6. k. kb. Jónsbókar gildan, sbr.
Commeutatio de legibus, Havniæ. 1819, bls. 143.