Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 23
í’yrning skulda.
23
festi land sitt innan 12 mánaða frá merkjagöngu, sbr. 16.
kap. í landsleigubálki. Mörg önnur dæmi mætti telja, en
þessi nægja væntanlega, enda sýnir sambandið, við hvern-
ig lagaða sök er átt. Setningin stendur í kaupabálki, og
»sok« er svo nátengd »skulld« á undan, að auðsætt er,
að átt er að eins við sök út af skuld, skuldamál.
En hvað merkir orðið skuld? Kaupabálkskapítulinn
á, þótt orðin sjeu allvíðtæk, eflaust að eins við kröfu ept-
ir samningi. £>að sjest meðal annars á því, að gjört er
ráð fyrir, að vottar hafi verið viðstaddir stofnun skuldar-
innar bæði í kaupabálkskapítulanum og 2. rjettarbót Há-
konar konungs, 25. gr., sjá N. g. L. IV, bls. 353. Og
hann á að eins við kröfur til gjaldeyris fyrir útlátið
verðmæti, eða við það, sem vjer nú mundum nefna
peningaskuld. Hins vegar er hvorki átt við kröfu til ann-
ars verðmætis en gjaldeyris, nje við kröfu til gjaldeyris, án
þess að skuldunautur hafi áður þegið verðmæti í staðinn,
nje heldur er átt við kröfu til gjaldeyris fyrir þegið verð-
mæti en utan samnings. þ>annig er eigi átt við vinnulof-
orð, gjafaloforð eða við skaðabætur. Eigi er heldur átt við
kröfu, sem orðin er til quasi ex contractu, eða ex delicto,
eða við kröfu um jus in re (tinglige Rettigheder).
Nú er næsta spurningin: Má samt eigi draga það
af kaupabálkskapítulanum, að allar kröfur til verðmætis
sje ófyrnanlegur? Nei, eigi má það. Greinin á við kröf-
ur, sem orðnar eru til með samningi eða loforði, og þó
að slíkar kröfur eigi fyrnist, er engan veginn sagt með
því, að kröfur, sem runnar eru af annari rót, sje ófyrnan-
legar. J>að er viðsjárminna að fyrna t. d. kröfu til end-
urgjalds fyrir óumbeðið verk, en peningakröfu eptir skulda-
brjeíi. J>að verður eigi einu sinni dregið af greininni, að