Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 24
Láruí H. Bjarnason.
24
aHar peningakröfur eptir samningi eða loforði sje ófyrn-
andi. f>að er t. d. meiri ástæða til að fyrna gjafaloforð en
kröfu fyrir unnið, umbeðið verk. í annan stað heimila
nokkur nýrri lög fyrningu, og þar kemst þannig löguð á-
lyktun eigi að. Sem dæmi þess má nefna 4. lið 7. gr.
og 3. lið II. gr. í tilskipun um eptirlaun frá 31. maí
1855, 78. og 79. gr. víxillaganna frá 13. janúar 1885. 3. gr.
laga nr. 9 frá 24. janúar 1890 og 4. gr. laga nr. 28 frá
2G. október 1893. — Eigi verður beldur nokkur ályktun
dregin út úr greininni um það, livort jura in re fyrnist
eða eigi. IJað liggur í hlutarins' eðli, að slíkur rjettur, t.
d. eignarrjetturinn1), týnist eigi að eins af því, að hann hef-
ur eigi verið notaður. Hann getur týnst eptir reglunum
um derelictio, præclusio og transactiones bonæ fidei; enda
er 26. kap. í landsleigubálki og t. d. 4. kap. í þjófabálki
Jónsbókar ijósasti vottur þess, að eignarrjettur fyrnist eigi.
Á fyrra staðnum, sbr. hæstarjettardóm 2. apríl 18912), má
sjá, að eigi er enda unnt að eignast hlut með hefð3), og
seinni staðurinn sýnir, að eigandi getur heimt til sín stol-
inn hlut, hvar sem hluturinn hittist. En eins og eignar-
rjetturinn eigi fyrnist, þannig fyrnast heidur eigi önnur
jura in re. Að vísu er því haldið fram af sumum4), að
sjálfsvörsluveð tapist, þegar skuldin fyrnist, en það er
byggt á því, að veðrjetturinn sje svo nátengdur kröfunni,
1) Lassen, Jul: Den danske Obligationsrets alm. I)el, Khvn.
1884, bls. 321, Torp, C: Dansk Tingsret, Khvn. 1892, bls. 3B1.
2) Landsyfirrjettardómar og hæstarjettardómar í íslenskum mál.
um. IV., bls. 199.
3) Sem undantekningu má nefna 16. gr. í erindisbrjefi fyrir
biskujiana á Islandi 1. júlí 1746.
4) Orsted: Haapdbog. IV, bls. 354—9. Matzen: Tingsret. bls. 581.