Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 27
Fyrning skulda.
27
þjóðum og stíaði oss jafnframt sjálfum í sundur. Sam-
göngurnar eru orðnar viðunanlegar bæði innan lands og
við önnur lönd, og samskipti manna eru því orðin miklu
tíðari og meiri en þau voru. En veggurinn er þó hvergi
nærri brotinn til fulls. J>að stendur margur steinninn
enn þá. Einn steinninn er fyrningarleysið og ýms önnur
ákvæði, er girða fyrir eðlilega rás viðskiptanna. J>að verð-
ur að ryðja þessum steini burt. |>að þarf að ryðja götuna
sem best. Velfarnan vor byggist að miklu leyti á greið-
um tryggum skiptum. Fari því allar torfurnar veg allrar
veraldar. Fari fyrningarleysið og komi í þess stað ný-
mæli, er taki liæfilegt tillit til almennings eigi síður en
til einstaklingsins.
Bjarni heitinn Thorsteinsson, amtmaður á Stapa, sá
fyrstur manna, að fyrirmæli laga vorra um hefð og fyrn-
ingu áttu eigi lengur vel við hjer á landi, og fór því fram
á það í brjefi til stjórnarinnar, dags. 15. nóvbr. 1835, að
fyrirmæli Jónsbókar um hefð og fyrningu í 26. kap. lands-
leigubálks og 6. kap. kaupabálks yrði numinn úr gildi, en
ákvæði dönsku laga Kristjáns V., 3. gr. í 5. kap. og 4. gr.
í 14. kap. 5. bókar sett í staðinn. Stjórnin tók vel í
málaleitan amtmanns og lagði málið fyrir embættismanna-
fundinn í Keykjavík 1839. Málið var rætt á fundinutn
og síðan aptur á embættismannafundinum 1841, og lagði
seinni fundurinn í einu hljóði til, að 6. kap. í kaupabálki
yrði afnuminn og 4. gr. í 14. kap. 5. bókar í dönsku lög-
um sett í staðinn. Um hitt urðu hins vegarskiptar skoð-
anir, hvort lögleiða skyldi 3. gr. í 5. kap. 5. bókar, og varð
það þó ofan á með 7 atkv. gegn 3, og voru allir laga-
mennirnir nema Bjarni amtmaður Thorarensen í meiri