Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 30
30
Lárus H. Bjarnason.
framarlega sem honum er veittur hæfilega langur frestur
til að ganga eptir kröfu sinni. Tapi hann skuldinni, má
hann sjálfum sjer um kenna. Hann gat gengið eptir
henni í tækan tíma. í dönskum lögum telst fyrningar-
tíminn frá stofnunardegi skuldarinnar. J>ar fyrnist skuld
á 20 árum, þótt skuldareiganda hafi eigi verið unnt að
ganga eptir henni, af því að hún átti eigi að borgast, fyr
en eptir 20 ár, eða svo hefur 5. 14. 4. verið skiiinn1);
en það er ranglátt, enda hefur nú hæstirjettur með dómi
11. október 18942) álitið, að eigi megi ávallt einskorða
dies a quo við stofnunardag skuldarinnar. Fyrningarfrest-
urinn á að teljast frá þeim degi, er skuldin varð
gjaldtæk. þ>að á eigi heidur að skera allar skuldir
niður við sama trog, að því er lengd fyrningartímans
snertir. |>að er Ijóst, að sami frestur á t. d. eigi að ná
til jarðabótalána landssjóðs og til skulda út af skóviðgjörð.
Eðli skuldarinnar og greiðsluvenj a á að
skammta frestinn. J>essa er eigi gætt í lögum
Kristjáns V, en nú hafa Norðmenn3) bætt úr þessu hjá
sjer með lögum 27. júlí 1890, þ>ar er fyrningarfrestur-
inn settur 3—20 ár, eptir því hvers kyns skuldin er.
Krafa eptir skuldabrjefi fyrnist á 10 árum, enda er það
almenni fyrningarfresturinn. Nokkrar kröfur fyrnast á 20
árum, svo sem kröfur á hendur bönkum til innstæðu, en
sumar á 3 árum, svo sem leiga eptir jarðir og hús, kaup-
1) Lassen: L. c. bls. 316.
2) Ugeskrift for Retsvæsen. 1894, bls. 1227: Maður var dæmdur
til að borga skuld eptir meira en 20 ára gömlu skuldabrjefi,
af því að gjalddagi var miðaður við atburð, sem óvíst var
nm, hvenær mundi koma fram, og eigi bar að höndum, fyr
en eptir 20 ár.
3) Tidskrift for Retsvidenskab. X, bls. 233—4.