Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 32
32
Lárus H. Bjarnason.
hvort hefði verið sanngjarnara, að láta reikningsupphæð-
ina lenda hjá börnum föðursins eða í vasa kaupmannsins.
Löggjafinn hefur og óbeinhnis kannast við, að eigi væri
vel unandi fyrningarleysinu, því að ætla má, að fyrning-
arleysið hafi að nokkru leyti vakað fyrir honum, er lög
nr. 16 frá 16. sept. 1893 og lög nr. 20 frá 6. nóv. 1897
um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr
veðmálabókunum voru gefin út. £ess er að vísu eigi get-
ið í ástæðum1) stjórnarinnar fyrir frumvarpi hennar til
laganna, en svo mikið má þó ráða bæði af þeim og lög-
unum, að löggjafinn telji æskilegt, að skuldum sje lokið
innan hæfilegs tíma. Hefði fyrning verið til hjá oss og sje
sú skoðun rjett, að veðhafi missi kröfu sína til sjálfsvörslu-
veðs, er skuldin fyrnist2), þá hefðu þessi lög verið oss lítt
nauðsynleg. Sje fyrning lögð við skuldum og ónýtist,
sjálfsvörsluveðrjettur er skuldin fyrnist, er hverjum manni
t. d. óhætt, hvort heldur að kaupa veðsetta jörð eða lána
fje út á hana, þótt skuldin standi í veðmálabókunum, sje
hún að eins fyrnd. En nú er fyrning skulda eigi til hjá
oss, og almenningur hirðir eigi sem skyldi um að láta
lýsa ógildar þinglesnar skuldir. pví má telja lögin heppi-
leg, enda þótt allt af fari illa á því, að láta lög seilast
aptur fyrir sig, ef til vill, eptir rjettmætri eign manna.
Jeg get og hugsað mjer, að heppileg fyrningai'lög
mundu draga nokkuð úr skuldum almennings, einkum til
kaupmanna. Kaupmenn lána mönnum opt fram yfir efni,
og sumir hverjir ef til vill í því trausti, að þeir geti náð
1) Alpingistiðindin. 1893, C, bls. 100.
2) J0rsted: Haandbog. IV, bls. 354—9, Matzen: Tingsret, bls.
581 og Vjebjargardómur 23. mars 1896 í U. f. E. 1896, bls.
526, sbr. þó C. Torp: Tingsret, bls. 715—18.