Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 33
Fyrniug skulda.
33
skuldinni smátt og smátt. Væri nú lögð t. d. 3 ára fyrn-
ing við kaupstaðarskuldum, mundu kaupmenn verða treg-
ari til að lána lítt hugsandi mönnum um efni fram.
£>ess er getið hjer á undan, að efasamt sje talið,
hvort kröfur, er rísa af glæpum, sjeu fvrnanlegar, eða eigi
að vera það. Eptir minni skoðun eiga allar kröfur til
verðmætis að fyrnast innan ákveðins tíma, og þá einnig
þess kyns kröfur. Slíkar kröfur munu og vera taldar ó-
fyrnandi fremur af því, að ella mætti svo sýnast, sem
glæpurinn væri að nokkru leyti löghelgaður, heldur en af
því, að þær sjeu ófyrnandi með rjettu. Að vísu verður
fyrning þessara krafa eigi varin með því, að viðskiptaþörf-
in heimti fyrningu þeirra, því að þær eru bæði fremur fá-
gætar og þess eðlis, að þær munu seint ganga kaupum
og sölum; en það er hvorttveggja, að sama máli er að
gegna um ýmsar kröfur af öðrum toga, enda á kröfueig-
andi að því skapi minna á hættu, því fágætari sem fyrn-
ingin mundi verða. þ>að væri heldur engin löghelgun
glæpa, þótt fyrning slíkra krafa væri heimiluð. I>að væri
að eins eðlileg afleiðing af því, að einhver verður að
vera endir allra mála, enda er sumstaðar í lögum vorum
lögð fyrning við sjálfri hegningunni t. d. í 8. kap. hegn-
ingarlaganna. En þótt svo standi á, sem gjört er ráð fyr-
ir í þessum kapítula, fyrnist þó eigi skaðabótakrafan ept-
ir 302. gr. laganna, og er það ósanngjörn ósamkvæmni.
Og þó að viðskiptaþörfin heimti eigi beinlínis fyrningu
þessara krafa, væri það ósanngjarnt gagnvart skuldunaut,
að heimila kröfueiganda rjett til að halda honum í helsi
um ótiltekinn tíma, ef til vill áratugum saman. Maðurinn
á rjett á sjer, þótt honum verði eitthvað á. En eðlilega
ætti eigi hjer að telja fyrningarfrestinn frá þeim degi, er
Lögfræðingur. V. 1901. 3