Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 34
34
Lárus H. Bjarnason.
brotið var framið, heldur frá þeim degi, er sakamaðurinn
varð sannur að sök.
En sje það nú rjett, að kröfur, sem orðnar eru til
fvrir glæp, eigi að fyrnast, er auðsjáanlega rjett, að allar
kröfur aðrar fyrnist að heldur. Sanngjörn hyggja að liög-
um skuldunauts heimtar fyrningu allra krafa, og kröfu-
eigandi getur eigi kvartað, sje honurn veittur hæfilegur
innheimtufrestur. Auk þess heimtar viðskiptaþörfin fyrn-
ingu allra krafa, er ganga kaupum og sölum.
Nú hefur verið sýnt fram á, að allar kröfur til verð-
mætis eigi að fyrnast innan ákveðins tíma. En þetta má
þó eigi skiija svo, sem hver gjaldtæk skuld skuli undan-
tekningarlaust vera töpuð, sje hún eigi komin í hendur
kröfueiganda innan frestsins. þ>að getur staðið svo á, að
kröfueiganda hafi verið ómögulegt að ná skuldinni innan
þess tíma. Væri t. d. 3 ára fyrning iögð á kaupstaðar-
skuldir, gæti hæglega farið svo, að kaupmaður næði eigi
skuldinni til sín á þeim tíma, þótt hann hefði gengið
eptir henni með málssókn, þegar er hún varð gjaldtæk.
Til þess þyrfti eigi annað en málið færi til hæsta rjettar,
en það væri ranglátt að láta kaupmanninn tapa kröfu
sinni fyrir það. því verður að fá kröfueiganda í hendur
vopn tilað verjast slíku, enda er það gjört í öllum
fyrningarlögum. Dönsku og norsku lög nefna nSkyldne-
rens Paaskrivelse, nyt Brev, Opsigelse, Beskikkelse eller
Tingsvidne.d En eins og það tjáir eigi, að allar skuldir
fyrnist á sama tíma, þannig væri eigi rjett, að heimta
fyrningarfrestinum slitið á sama hátt, hver sem skuldin
kynni að vera, og hvort sem mikið eða lítið væri í húfi.
Meira en málssókn mætti auðvitað aldrei heimta, en hins
vegar gæti eigi komið til mála að heimta allt af svo mik-