Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 37
Menntun barna og ungliuga.
37
skólann í Erfurt. f>á voru tungumál þjóðanna óþroskuð
og í bernsku. Lúter þýddi biblíuna á þýska tungu og
lagði þá grundvöllinn að bókmáli f>jóðverja, en annars
voru játningarrit siðabótarmanna rituð á latínu, allar vís-
indabækur voru ritaðar á latínu. Latínan var bókmál hins
menntaða heims. Latínan var alheimsmál.
Siðabótarmennirnir settu því latínuna í öndvegissess.
J>eir vildu að allir þeir, sem hefðu góðar gáfur, lærðu lat-
ínu, þeir, sem ekki voru hæfir til að læra latínu, áttu þó
ekki að fara á mis við alla menntun; siðahótamennirnir
vildu að þeir lærðu í skriptarskólum; í kristnum fræðum
áttu fyrst og fremst prestarnir að veita öllum almenningi
fræðslu; auk þess áttu djáknarnir að kenna æskulýðnum
kristin fræði, og loks vildu siðabótarmennirnir, að foreldr-
ar fræddu börn sín og húsbændur hjú sín í sannindum
kristilegrar trúar.
Lúterstrú var lögleidd í Danmörku 1536. Kristján
konungur þriðji fjekk þá nafnfrægan guðfræðing frá Wit-
tenberg í þýskalandi til þess, að semja lög um málefni
kirkjunnar. Iviaður þessi hjet Jóhannes Bugenhagen og
var vinur Lúters og aðstoðarmaður hans. Jóhannes Bu-
genhagen samdi kirkjuordinansíu 1537, er var lögleidd í
Danmörku, Norvegi og lijer á íslandi.
í kirkjuordinansíunni koma ljóslega fram skoðanir
siðabótarmanna í menntamálum.
í henni var skipað svo fyrir, að setja skyldi latínu-
skóla í hverjum kaupstað. Auk þess áttu yfirvöldin að
koma á fót skriptarskólum fyrir ndrengi, stúlkubörn og
aðra, sem ekki dygðu til að læra latínu.« Loks áttu
djáknar —en þeir áttu að vera í hverri sókn— að kenna
ungu bændafólki utan kaupstaðanna barnalærdóminn einu