Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 39
Menntun barna og unglinga.
39
en eins og að líkindum ræður, voru þetta veikar máttar-
stoðir.
Eins og tekið hefur verið fiam, komust skriptar- og
reikningsskólarnir ekki á, og latínuskólarnir urðu aldrei það
fyrir þjóðirnar, sem til var ætlast. Kennslan var ófull-
nægjandi í þeim.1) Að ýmsu leyti ríkti siðleysisandi í
latínuskólunum. Skólarnir urðu að eins undirbúnings-
skólar fyrir embættismenn, en engir almenningsskólar.
Menntun alþýðunnar stóð því á mjög lágu stigi alla 17.
öldina, eins og raun bar vitni um, því að þetta var öld
galdratrúarinnar. I>essi öld var óöld fyrir menntun al-
mennings.
A þessari öld var uppi Amos Comenius (1592—1671).
Hann var spekingur í uppfræðslumálum; var liann svo
langt á undan samtíðarmönnum sínum, að það er jafnvel
enn langt frá því, að öll þau sannindi, sem hann kenndi,
sjeu búín að ryðja sjer til rúms í menutamálum. Come-
nius hafði lítil áhrifí skólamálum á f>ýskalandi um sína daga
og alls engin í Danmörku. f>að var fyrst á 18. öld, að hugir
manna í Danmörku fóru að hneigjast að því, að menntun
almennings væri mikilsverð. J>etta átti sjer fyrst stað við
hina svo kölluðu pietistahreifingu og síðar á hinni svo
nefndu uppfræðsluöld.
l’ietistahreilingin kom fyrst upp á f>ýskalandi undir
lok 17. aldar. Pietistar voru trúmenn miklir og vandlæt-
ingasamir í trúarefnum. Einn af helstu forvígismönnum
þeirra var Agúst Hermann Francke (f 1727). Hann var
prestur í Halle á J>ýskalandi og kennari við háskólann
1) Árið 1739 latiði Kristján sjötti niður 30 af Jiessum latínu-
skóluin, en bætti hina, sem eptir voru.