Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 40
40
Pá!l Briem.
þar. þaö var vani, að fátæklingar fengju ölmusu hjá hon-
um einn dag í viku hverri, og söfnuðust þeir þá saman
við dyr á húsi hans. Einu sinni fór hann að spyrja þá
um kristin fræði, og fann þá, að þeir voru svo fáfróðir í
þessum efnum, að bann komst við. þetta var tilefni til
þess, að Francke fór að hugsa um menntun almcnnings.
Hann stofnaði fátækraskóla og munaðarleysingjahús, og
hafði hin mestu áhrif á samtíðarmenn sína. Pietistar
studdu af alefli að því, að auka menntun almennings.
Um þessar mundir var Friðrik fjórði konungur í Dan-
mörku (1699—1730). A fyrstu stjórnarárum hans kom
pietistahreifingin til Danmerkur. Prestar af pietistaflokki
stofnuðu fátækraskóla í Kaupmannahöfn, og var þeim
haldið uppi með gjöfum eða samskoium bæjarbúa. í skól-
um þessum var kenndur kristinndómur, lest.ur, skript og
reikningur. Stúlkubörnum var kennt að sauma og spinna.
Börnin fengu allopt föt og jafnvel mat í skólunum. Menn
stofnuðu sjóði handa skólum þessum, og kölluðu skólana
kirkjuskóla. peir hafa þetta nafn enn þann dag í dag og
eru grundvöllur að þjóðskólum Kaupmannahafnarbúa. Pie-
tistar stofnuðu skóla fyrir börn víðs vegar um Danmörku.
Á Friðrik fjórða hafði pietistahreifingin þau áhrif, að
hann fjekk mikinn hug á að bæta menntun þjóðarinuar,
og ijet liann byggja fjölda barnaskóla. Á árunum 1721-
1727 ljet hann bj'ggja 240 barnaskólahús á konungsjörðum,
og varði til þess 130,000 ríkisdölum, sem var mikið fje á
þeim tímum. Yms af skólahúsum þessum standa enn.
í skólum Friðriks fjórða átti að kenna lestur og kver.
par átti og að kenna skript og reikning, ef foreldrar ósk-
uðu þess, en þá áttu þeir að borga 8 skildinga á mánuði