Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 41
Meuntun barna og ung’inga.
41
fyrir ritföng. J>egar börn voru 5 ára, áttu þau að byrja
að ganga á skólana.
þ>ess var áður getið, að prestar liefðu samkvæmt
dönsku lögum Kristjáns fimmtaáttað áminna foreldra um,
að kenna unglingum á lieimilum sínum allt, sem þau
liefðu sjálf lært og kynnu. Ef foreldrar vanræktu þetta,
áttu þeir að sæta sektum eins og fyrir helgidagsbrot eða
taka opinberar skriptir.
J>etta er grundvöllur að skólaskyldu í Danmörku, sem
er eitt af lífsskilyrðum siðmenningarinnar. Skólaskyldan
var fyrst lögboðin við skóla Friðriks fjórða. I erindis-
brjefum fyrir presta og kennara við skóla þessa 28. mars
1721 var foreldrum á konungsjörðum gjört að skyldu, að
senda börn sín í skóla þessa, og ef þeir vanræktu þetta,
átti fyrst að veita þeim áminningu, og síðan láta þá sæta
sektum, fangelsi við vatn og brauð eða taka opinberar
skriptir.
Eptir Friðrik fjórða kom sonur lians Ivristján sjötti
til ríkis (1730—1746). Hann var öflugur stuðningsmað-
ur pietista og reyndi að efla menntun þjóðarinnar eins og
faðir hans.
Fyrst eptir siðabótina var það venja, að ferma börn,
en síðar fjell fermingin niður. Kristján sjötti skipaði
barnafermingu með lögum árið 1736. [>á samdi Eiríkur
biskup Pontoppidan skyringar yfir fræði Lúters (»Ponta«),
er síðan voru lengi hafðar sem barnalærdómsbók; hefur
harnaferming haldist síðan, og við hana komst uppfræðing
barna í kristilegum fræðum á fastan fót.
Kristjár. sjötti Ijet rannsaka menntunarástand almenn-
ings. Kom þá í Ijós, að skólar í Danmörku voru 600
að tölu, en skólarnir voru samt svo fáir, að mikill hluti