Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 42
42
Páll Briem.
aljtýðubarna óx upp í iriikilli fáfræði. Fyrir því var á-
kveðið með lögum 1739, að setja skyldi skóla um alla
Danmörku utan kaupstaða. far, sem mögulegt var að
koma því við, áttu skólarnir að vera fastir, eins og Frið-
rik fjórði hafði sett á konungsjörðum, en þar sem eigi
þótti tiltækilegt að hafa fasta skóla, áttu að vera umferða-
kennarar.
Með þessum lögum var skólaskylda lögleidd um rnik-
inn hluta Danmerkur; þegar þess er gætt, að foreldrar
þurftu að eins að láta börn læra kver og lestur í skólum
þessum, — en það var komið undir þeim sjálfum, livort
börnin áttu að læra skript og reikning, — þá var skólaskyld-
an ekki þung byrði. Samt sem áður mættu þessi lög
kinni mestu mótspyrnu hjá þjóðinni.
Menn vildu eigi leggja fram fje til skólanua; neydd-
ist stjórnin því til þess að minnka kröfur sínar. Afleið-
ingin af þessu var sú, að barnaskólahúsin voru víða mjög
bágborin og sumstaðar verstu greni. Barnaskólakennar-
arnir voru víða bæði ónýt.ir og ómenntaðir menn. Skóla-
skyldan var víða ekki nema að nafni; þrátt fyrir fyrirmæli
laganna var venjan sú, að börnin gengu að eins í skóla á
aldrinum frá 6—9 ára og svo um tíma rjett fyrir ferm-
inguna. Börn, sem voru 9—13 ára, fóru að jafnaði ekki
í skóla.
það var því langt frá því, að lögin kæmu að tilætl-
uðum notum. Samt sem áður voru lögin mjög þýðingar-
mikil, því að með þeim var lagður grundvöllur að alþýðu-
menntun Dana, og var pietistahreifingin því þjóðinni til
mikils góðs.
Við dauða Kristjáns sjötta (1746) misstu pietistar
völdin, en skömmu síðar hófst hin svo nefnda uppfræðslu-