Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 45
Meantun barna og unglinga.
45
eigi höfðu liaft hæfileika eða nenningu til þess að kom-
ast í aðra lífsstöðu, svo sem stúdentar, er hætt höfðu við
nám o. sv. frv. Skólarnir voru Jangt um of fáir og skóla-
stofurnar venjulega afarillar.
Dómar um menntunarástand almennings á síðari
hluta 18. aldar eru nokkuð misjafnir, því sínum augum
lítur hver á silfrið, og dómarnir eru komnir undir því,
hverjar kröfur eru gerðar. En hversu sem þetta er, þá er
það víst, að allir helstu rnenn Dana voru á eitt mál sátt-
ir, að brýna nauðsyn bæri til að bæta menntun þjóð-
arinnar. En umbótamenn skiptust í tvo flokka; í öðrum
fiokknum voru hægfara menn, en í hinum hraðfara menn.
í hægfara ílokknum voru helstir menn Guldberg, sem
var helstur ráðgjafi í Danmörku 1772—1784 og síðan
stiptamtmaður, og svo Balle, sem var Sjálandsbiskup 1782
—1808.
Guldberg vildi láta bændabörn læra kristin fræði,
lestur, skript, reikning og garðyrkju. »Meiri þekkingn,
sagði hann, »gjörir bændur leiða á hinni þungu og til-
breytingarlausu vinnu, sem ríkið verður að heimta afþeim,
og við meiri þekkingu verður bændastjettin ill í viðskipt-
um við aðrar stjettir.n
Balle biskup hafði fyrst nokkuð líkar skoðanir á al-
þýðumenntun, en seinna varð hann meiri meðhaldsmaður
almenningsmenntunarinnar.
Guldberg studdi að því, að spunaskólar voru stofn-
aðir sumstaðar í Danmörku, og átti þar að venja fátæk
börn á vinnusemi og reglusemi.
Balle hafði ágæta umsjón með barnamenntun í bisk-
upsdæmi sínu (Sjálandi). í þau 25 ár, sem hann var
biskup, vísiteraði hann allt biskupsdæmi sitt 5 sinnum.