Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 46
46
Páll Bríem.
J>egar hann vísiteraði, spurði hann öll börn, bæði þau,
sem voru farin að læra að stafa, og eidri börn bæði úr
kristnum fræðum og öðru, sem þau höfðu lært. Hann
reyndi af alefli að efla menntun barna í biskupsdæmi sínu
og að bæta kjör barnakennaranna. Balle var hinn þýð-
asti maður í allri samvinnu og fyigdi hinum ákafari fram-
sóknarmönnum allopt að málum, þegar til þess kom.
í hraðfara flokknum má helst nefna bræður tvo, Lúð-
vík og Kristján Reventlow greifa. Lúðvík Reventlow stofn-
aði skóla fyrir börn í greifadæmi sínu, og hafði til fyrir-
myndar skóla Rochows í þ>ýskalandi; síðar stofnaði hann
skóla eða uppeldisstofnun fyrir heldri manna börn, erlíkt-
ist skólum þeim, er stofnaðir voru í |>ýskalandi samkvæmt
kenningum Basedows, og loks stofnaði hann kennaraskóla,
eins og síðar mun verða minnst á. Skólar Reventlows
vöktu hina mestu eptirtekt í Danmörku; margir aðals-
menn stofnuðu hjá sjer barnaskóla, eins og Reventlow, og
hafði dæmi hans mikil áhrif á skólamál Dana, Kristján
Reventlow stofnaði skóla fyrir börn, eins og bróðir hans,
og studdi bróður sinn af alefli í skólamálum.
Eins ogkunnugt er, voru gerðar miklar umbætur á hög-
um bænda í Danmörku á síðasta hlut 18. aldar; voru þær
umbætur gerðar að ráði tveggja landbúnaðarnefnda. Var
önnur þeirra fyrir norðurhluta Sjálands, litla landbúnaðar-
nefndin, og hin fyrir land allt, landbúnaðarnefndin mikla.
Lúðvík Reventlow átti sæti í litlu landbúnaðarnefndinni,
og hjelt því þar fram, að umbætur á högum bænda mundu
eigi koma að fullu liði nema því að eins, að menntun
þeirra yrði bætt. Landbúnaðarnefndin litla gjörði því 28.
jan. 1785 tillögur um, að gjörðar yrðu umbætur miklar á
skólamálum í Norður-Sjálandi. En það má sjá, hversu