Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 49
Meantun barna og unglinga.
49
skyldi kenna: trúarbrögð, lost.ur, skript, reikning, sagna-
fræði, landafræði náttúrufræði, eðlisfræði, lítið eitt í land-
mælingu, aflfræði og lögfræði, söng og teikningu. F'yrir
unglinga átti að halda kveldskóla að vetrinum tvisvar í
viku, en fyrirlestur einu sinni í viku fyrir fullorðið fólk;
[Toks mátti skólakennarinn lesa upp hátt í kirkjunni síð-
ari hluta sunnudags um trúfræðisleg og siðfræðisleg efni.
Börn áttu að vera skyld að fara í skóla frá 6 ára
aldri til fermingar (14ára), og mátti eigi ferma neittbarn,
nema það hefði lært skólalærdóm sinn.
Prestar, prófastar og biskupar áttu að hafa umsjón
með skólunum, en auk þess áttu að vera skólanefndir í
hjeruðum til þess að sjá um skólana, og svo aðalstjórnar-
npfnd, sem átti að sjá um skólamálin í heild sinni.
Nefndin var á eitt mál sátt um þetta, en nú var
eptir að fá fjeð til alls þessa, því að þótt uppfræðsluöldin
stæði í blóma í Danmörku, þá vildi hvorki almenningur
nje stjórnin leggja fram fjeð. |>að var eptir, að hengja
bjölluna á köttinn.
Eins og áður er sagt, var kennaraskólinn í Blágarði
stofnaður 1791; hann kostaði um 10,000 kr. á ári, en það
gekk í allra mesta basli að útvega þetta fje. þ>egar skól-
inn byrjaði, voru kennsluáhöld þar ekki meiri, en nú eru
við Ijelegan barnaskóla í Danmörku. J>ar vantaði hljóð-
færi og bókasafn o. sv. frv.
Kennaraskólinn hjá Eeventlow greifa var einnig í
stöðugri fjárþröng.
Nú þurfti að fá fje til barnaskólanna, því að skóla-
nefndin var öll á því, að kennslan í þjóðskólunum (o:
barnaskólunum) ætti að vera ökeypis. I blöðunum komu
Lögfræðiugur. Y. 1901.
4