Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 50
50
Páll Briem.
fram tillögur um, að gjöra prestana að barnakennurum og
taka fjeð til barnaskólanna af eignum kirknanna,
Balle var umhugað að bæta kjör kennaranna, og því
fjellst hann á, að nokkuð skyldi leggja frá kirkjum. —
Nefndin var þannig öll á því, að leggja niður djáknaem-
bættin og láta tekjur þeirra ganga til barnaskólakennara.1)
Nokkuð fje átti að fá með því, að leggja nefskatt á hús-
menn, vinnuhjú o. sv. frv. En nefndin sá, að þessar tekj-
ur myndu lítið hrökkva, og því lagði hún til, að kostnað-
inum til skólanna yrði jafnað niður á jarðeignir eptir
jarðarmegni.
Eptir að nefndin kom fram með lagafrumvarp sitt,
fór tíðarandinn smátt og smátt að breytast. Luðvík
Reventlow dó 1801, og voru þá þegar farnir að koma
fram talsverðir gallar á skólum hans. Kennaraefnin frá
kennaraskólunum reyndust misjafnlega. Siðferði þeirra
þótti áfátt, þeir þóttu koma fram með töluverðum gorgeir
og lærdómsmonti, en það, sem verst þótti, var vantrú
þeirra. |>etta var ekkert undarlegt, því að uppfræðslu-
mennirnir voru flestir skynsemistrúarmenn.2) Kennaraefn-
in voru börn sinnar tíðar, en vantrú þeirra hafði ill ábrif
á þá sjálfa og kennslu þeirra. Kennsla þeirra þótti köld,
þeir gátu eigi haft þau áhrif á tilfinningalíf barnanna,
1) Balle samþykkti það jafuvel, að prestar leggðu niður rikkilín
og hökla, er síðan skyldu seldir til hagsmuna fyrir barna-
skóla, en almenningur vildi ekki heyra þetta, og þvi fjell
þetta niður.
2) Ballo biskup, sem annars var aðalmótstöðumaður skynsemis-
trúarmanna, varð jafnvel eigi ósnortinn af skynsemistrúnni,
eins og sjá má af orðunum í barnalærdómsbók hans: „Sú
almenna spilling mannanna er oinkanlega þar í fólg:n, að
þeir brúka ekki skynseminá til rjettrar yfirvegunar.“