Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 52
52
Páll Briem.
færðist j'fir Danraörku. J>etta var allt menntamálinu til
hindrunar.
Eptir að lagafrumvarp skólanefndarinnar kom fram,
sætti það miklum aðfinningum af hendi hertogans af Á-
gústenborg. Hann var mágur Friðriks sjötta og í ráða-
neyti hans. Skólanefndin svaraði þeim að vísu, en bæði
var L. Keventlow dáinn, og elli lagði hönd sína á Balle,
og varð því minna um varnir, en ella mundi hafa orðið.
Eptir að frumvarpið hafði hvílt sig í liðug 7 ár, var sett
bráðabyrgðarreglugjörð um barnaskóla í eyjunum (1806),
og 8 árum síðar voru loks sett tvenn lög 29. júlí 1814
um þjóðskóla í kaupstöðum og utan kaupstaðanna, og sama
árið var sett reglugjörð um þjóðskóla í Kaupmannahöfn.
Fyrir breyttan tíðaranda voru gerðar miklar breyting-
ar á frumvarpi nefndarinnar. Námsgreinir þær, sem
skólanefndin vildi láta kenna, voru flestar felldar burt. í
skólunum átti að eins að kenna: trúarbrögð, lestur, skript
og reikning, en í lestrarbók barnanpa áttu að vera les-
kaflar úr sögu og landafræði. Ennfremur átti að kenna
söng, og loks var leikfimi bætt við. í kaupstöðum átti
að kenna handavinnu í þjóðskólunum, og í stórum kaup-
stöðum var ákveðið að hafa gagnfræðaskóla.
Utan kaupstaða mátti hafa í mjög strjálbyggðum
sveitum farandkennara, og átti þá að skipta sveitinni í
hluta, og hafa skólastofu í hverjum hluta. Ákvæðin um
fyrirlestra fyrir fullorðið fólk og upplestra í kirkjum voru
felld burt.
Skólaskyldutíminn var færður niður um tvö ár, og
átti að vera frá 7—13 ára aldri barna og eptir atvikum
til 14 ára. pá var það fellt burt, að bafa aðalstjórnar-
nefnd fyrir þjóðskólamál í heild sinni.