Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 55
Menntun barna og unglinga.
55
lypta þjóðinni á hærra stig með nýjum og betri skólum.
Eins og eðlilegt er, stóðu skólarnir á lágu stigi, og því var
Grundtvig ákaflega harðorður um þá. Hann kallaði skól-
ann »svarta skóla« og »skóla dauðans«. Hann sagði, að
skólaskyldan ætti ekki að eiga sjer stað. J>etta ljet mjög
vel í eyrum hænda. En þegar þeir fóru að dæma skól-
ana með ástæðum, þá vaknaði áhuginn, og svo var ann-
að. f>egar menn höfðu sagt A, þá urðu þeir lika að segja
B. I>ó að Grundtvig væri harðorður um hina lögboðnu
skóla, sem stóðu á lágu stigi vegna andleysis og siðleysis,
þá elskaði hann menntun, en hann vildi að menn mennt-
uðu börn sln af frjálsum vilja.
Fylgismenn Grundtvigs fengu því framgengt, að skóla-
skyldan var takmörkuð árið 1855, og var það út af fyrir
sig tjón fyrir skólann, en Grundtvig bætti þetta margfald-
lega upp á annan hátt, því að hann tengdi hið innileg-
asta band á milli trúar og menntunar. Hann leiddi trúna
og lífið, siðgæðið og föðurlandsástina inn í skólann.
Fylgismenn Grundtvigs stofnuðu lýðháskóla víðs vegar
um Danmörku, og með lifandi áhuga og ástúðlegri um-
gengni við lærisveina sína hafa þeir gjört skóla sína
heimsfræga og haft hin mestu áhrif á þjóð sína og skóla-
mál hennar.
Eins og áður er sagt, var reglugjörðin um þjóðskól-
ana í Kaupmannahöfn hjer um bil dauður bókstafur. pó
að þar ætti að kenna meira í skólunum, en annars stað-
ar, þá var samt ástandið svo, að uppfræðsla almennings
var þar jafnvel lakari, en í öðrum bæjum í Danmörku.
A þessu varð engin breyting, fyrri en um miðja þessa öld.
Árið 1844 voru sett ný lög um skólamál í Kaup-
mannahöfn, sem höfðu ýmsa yfirburði yfir reglugjörðina