Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 56
56
Páll Bnem.
frá 1814. Sjerstaklega var það mikilsvert atriði í lögun-
um, að samkvæmt þeim átti konungur að skipa fram-
kvæmdarstjóra í skólamálum bæjarins. Framkvæmdar-
stjérinn átti að sjá um, að lögunum væri hlýtt, og að þau
yrðu framkvæmd. Framkvæmdarstjórinn hafði sómasam-
leg laun, svo að hann gat gefið sig allan við störfum
sínum.
Sá hjet Borgen, sem fyrstur var skipaður framkvæmd-
arstjóri, og var hann dugandi maður. J>á voru 17,000
hörn á skólaaldri (7—14) í Kaupmannahöfn, en af þeim
gengu hjer um bil 4000 börn í engan skóla. þ>á voru
bæjarskólarnir haldnir í leigðum húsum, sem voru mjög
óhaganleg skólahús.
Framkvæmdarstjórinn Ijet þegar mikið til sín taka.
Hann byrjaði á því, að láta reisa skóla handa börnum, og
var fyrsti skólinn fullgjör árið 1847. Síðan hafa verið
byggðir liðugir 30 harnaskólar í Kaupmannahöfn og varið
til byggingar þeirra liðugum 5 miljónum króna, og er í
þeirri upphæð þó hvorki talin lóðin, sem fylgir skólanum,
nje innstæðumunir skólans. Árið 1899 var lokið við skóla
fyrir liðlega 1000 börn, sem kostaði liðugar 200,000 kr.
Fyrir hvert barn kostar skólinn því um 200 krónur. Má
af því sjá, hversu barnaskólar Kaupmannahafnar muni vera
vandaðir, enda eru þeir sannkallaðar hallir.
Barnaskólarnir eru ágætlega útbúnir með skólaáhöld.
I bókasöfnum við þá eru nú yfir 40 þús. bindi. í árslok
1898 voru sparisjóðir við 10 skóla, og í þeim liðugar 60
þús. krónur, sem börnin áttu.
Næsta skrefið í Kaupmannahöfn var að fá góða kenn-
ara og að veita þeim hærri laun. Arið 1860 voru kenn-
arar og kennslukonur við barnaskólana 125 að tölu. Nú