Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 57
Menntun barna og unglinga.
57
eru við þá liðlega 1000 kennarar og kennslukonur. Arið 1870
voru laun kennara 1000—1600 kr. á ári, en kennslu-
kvenna 1000—1300 kr. Nú hafa kennslukonur 1400 —
1600 kr. í laun, en kennarar frá 1400—2500 kr., og
umsjónarkennarar allt að 3800 kr. laun á ári. Meiri hluti
barnakennaranna hefur um 2000—2500 kr. laun á ári.
Eins og síðar verður talað um, hefur verið veitt fje úr
ríkissjóði með lögum 1899 til þess að hækka þessi laun.
Fyr meir var meiri og minni vanræksla með að láta
börn sækja skóla, en nú er rækilega gengið eptir því, að
skólaskyldunni sje fullnægt; vanrækslan er því orðin alveg
hverfandi; þó hefur börnum á skólaaldri (7-—14) fjölgað
ákaflega mildð á síðari hluta þessarar aldar. Árið 1844
voru skólaskyld börn um 17000, árið 1870 um 25000,
árið 1885 um 37000, en árið 1898 voru þau um 49000
að tölu.
I barnaskólum, sem bærinn kosfar, var árið 1898
veitt kennsla í: trúarbrögðum, dönsku, skoðunarfræðslu
(Anskuelsesundervisning), sagnafræði, náttúrufræði, eðlis-
fræði, talnafræði, reikningi, bókhaldi, skript, teikningu,
söng og handavinnu. Ennfremur var þýska kennd í 26
skólum af 30. Skólaiðnaður (Slöid) var kenndur í 3
skólum.
I nokkrum hluta barnaskólanna er skólagjald fyrir
hvert barn 1 kr. á mánuði; börn í þeim skólum fá lestr-
arbækur ókeypis; í miklum hluta skólanna er ekkert skóla-
gjald, og þar fá öll börn ókeypis bækur og ritföng.
Að lokum vil jeg skýra frá fjárframlögum Kaup-
mannahafnarbæjar til skólanna, því að fjárframlögurnar
sýna eigi að eins, hverjar byrðar bæjarbúar leggja á sig
vegna menntunarinnar, heldur geta þær og verið dæmi