Lögfræðingur - 01.01.1901, Síða 59
Menntun barna og unglinga.
59
vert betur fyrir ómögum og þurfamönnum bæjarins, en þá
var gjört.
Vjer skulum nú atbuga skólana annars staðar í Dan-
rnörku.
Eins og áður er getið, vantaði mikið á, að lögin um
þjóðskólana frá 1814 væru framkvæmd þegar í upphafi,
en þegar fór að líða fram undir miðja öldina, þá fór smátt
ogsmátt að vakna kærleiki til menntunarinnar. Arið 1856
voru sett lög, sem miðuðu til þess að bæta laun barna-
kennaranna og styðja að aukinni kennslu.
Eptir 18b4 kom nýtt líf yfir þjóðina í skólamálum.
Danir voru þá sigruð þjóð, þeir misstu mikinn hluta af
ríkinu og fundu til þess, að nú varð þjóðin að leggja hart
á sig til þess, að hefja sig meðal þjóðanna. Menn fóru
að finna til þess meira og meira, hversu menntunin var
mikilsverð, og fór þá að verða meiri og meiri þörf á nýj-
um lögum, er fullnægðu kröfum tímans. En skoðanir
manna voru svo sundurleitar, að slík lög náðu eigi fram
að ganga, fyrri en árið 1899.
|>ó að lögin fengjust ekki fyrri, þá tók menntun al-
mennings þó stöðugum framförum á síðari hluta þessarar
aldar; í þessu efni virðast mjer fjárframlögur almennings
bestur mælikvarði. Lögin sýna, hvað á að gjöra, en fjár-
framlögurnar sýna, hvað gert er, og þess vegna skulum
vjer fara nokkrum orðum um þetta atriði.
Útgjöld til skólamála voru:1)
Ar. I kaupstöðum. í hreppum og verslunarstöðum.
'1880 kr. 887,674
1885 — 1,097,922
1889 — 1,388,343
1895 — 1,704,110
1897 — 1,936,004
kr. 3,442,263
— 3,835,057
— 3,794.803
— 4,304,557
— 4,498,360
1) Sjá Statistiske Meddelelser og Statistisk Aarbog.