Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 60
GO
Páll Briera.
£>ví miður hef jeg ekki upplýsingar um útgjöldin á
fyrri árum, en þessar tölur sýna ljóst, hversu framfarirnar
hafa verið stórkostlegar síðan 1880.
Fjárframlögurnar hafa aukist meira en um eina mil-
jón kr. í kaupstöðum og um hjer um bil eina miljón kr.
utan kaupstaðanna.
Fram að 1899 giltu skólaiögin frá 1814 í öllum að-
alatriðum, en þótt svo væri, þá voru skólaraálin komin í
allt annað horf í lok aldarinnar. Mismunurinn kom Ijóst
fram í auknum fjárframlögum, því að fjeð er afl þeirra
hluta, sem gjöra skal. Til þess að sýna hag þjóðskólanna
í Danmörku, rjett áður en þjóðskólalögin síðustu voru
staðfest, þá er mikilsvert að athuga fjárframlögur manna
í samanburði við fólksfjölda eigi að eins í kaupstöðum,
heldur og í hreppunum. I fjárframlögum þeim, sem áður
eru nefnd, eru talin öll útgjöld, en í fjárframlögum þeim,
sem nú skulu talin, er að eins miðað við regluleg útgjöld
til þjóðskólanna. pessi útgjöld eru rniðuð við árið 1895.
£>au eru einni miljón kr. eða hjer um bil lægri en hin.
fegar miðað er við hin reglulegu útgjöld, þá voru þau
að meðaltali í kaupstöðum og verslunarstöðum 4 kr. 16
aur. á mann, en í hreppunum 2 kr. 20 aur. á mann.
J>að er allt of langt mál, að nefna útgjöldin í hverj-
um kaupstað og hverjum hreppi, og því vil jeg að eins
telja þá kaupstaði, þar sem íbúar eru færri en í Reykja-
vík, og nefna þá hreppa, þar sem útgjöldin eru hæst og
og lægst í samanburði við fólksfjölda.
í bæjum, sem höfðu 1890 færri íbúa en 5000, voru reglu-
leg útgjöld til þjóðskóla árið 1895, svo sem nú skal greina:
Utgjöld íbúar á mann
Frederikshavn . . . kr. 16,525, 4,848 kr. 3.41